Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 48
STARFSANÆGJA OG STJORNUN LEIKSKÓLUM stofnana. Litið var á manninn sem „vél" sem með skýrum markmiöum, verkaskipt- ingu, sérhæfingu, kröfum og nánu eftirliti var hægt að nýta til hins ítrasta. Skýr greinarmunur var gerður annars vegar á ábyrgð stjórnenda, sem mótuðu stefnu, gerðu áætlanir og sáu um eftirlit, og hins vegar undirmanna sem inntu af hendi það sem ætlast var til af þeim. Þannig var talið að markmið fyrirtækis eða stofnunar um aukna framleiðslu og árangur næðust á sem stystum tíma, með minnstum tilkostn- aði. A sama tíma og Taylor setti fram stjórnunarhugmyndir sínar í Bandaríkjunum kom þýski félagsfræðingurinn Weber (Gotvassli 1996; Owens 1991) fram með kenn- ingu sína um regluveldi innan stofnana. Weber taldi að í vel rekinni regluveldisstofn- un þar sem stöður voru vandlega skilgreindar, og valdaröð ofanfrá og niður „píramít- ann" ákveðin og skýr, myndi ríkja hlutleysi, réttlæti, skilvirkni og skynsemishyggja. Með skipuriti og skjalfestum reglugerðum var sagt til um athafnir, réttindi og skyld- ur yfir- og undirmanna. Ekki fer mikið fyrir hugtakinu starfsánægja í hugmyndum þeirra Taylors og Webers. Hugmyndirnar höfðu áhrif innan skóla, bæði á stjórnun og kennslu. Cherryholmes (1988; tilv. eftir Owens 1998) segir skipulagshyggjuna hafa haft áhrif á hugsun 20. aldar manna á mikilvægum sviðum. Hugmyndafræðin birtist í markmiðsbundinni kennslu, stöðluðu námsmati, megindlegri rannsóknarnálgun, skrifræði og vísindalegri stjórnun. Samskiptastefnan Umfjöllun og skilgreining á starfsánægju fær fyrst verulega umfjöllun innan fræði- greina sem tengjast vinnumarkaðinum í kjölfar rannsókna Mayo og Roethlishberger (Sergiovanni o.fl. 1980) í Hawthorne verksmiðjunum á árunum 1922 - 1932. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna voru að umhverfisþættir, t.d. birtumagn eða hvíldar- stundir, höfðu lítil sem engin áhrif á framleiðslu eða árangur. Það sem jók ánægju fólks í starfi var þegar komið var til móts við félagslegar þarfir þess á vinnu- staðnum. Sú stjórnunarstefna sem þróuð var í kjölfar rannsóknanna var nefnd sam- skiptastefnan (Human Relation Approach). Með stefnunni var dregið verulega úr áherslu á hina formlegu stofnun, skipurit og starfslýsingar. Athyglinni var beint að hinni óformlegu stofnun, tengslum og samskiptum innan starfsmannahópsins. Þeir sem aðhyllast samskiptastefnuna líta svo á að kennarar hafi þörf fyrir að vera vel liðnir og virtir og fá persónulega viðurkenningu fyrir það sem þeir leggja á sig í þágu skólans. „Persónulegar tilfinningar" og „notaleg tengsl" eru lykilhugtök samskiptastefnunnar. Hlutverk skólastjóra er að koma til móts við þarfir kennara með því að sýna þeim persónulega athygli, vinsemd og virðingu og þeir þurfa að vera með í ákvarðanatöku um málefni skólans. Þar með verður starfsandinn betri, starfsánægjan meiri, öll stjórnun auðveldari og kennarar tilbúnari til að leggja meira á sig til að ná markmiðum skólans (Miles 1975,1965). Gotvassli (1999), sem ásamt fleirum gerði rannsókn meðal 600 leikskólastjóra í Noregi og Danmörku, segir að áherslur samskiptastefnunnar séu nokkuð áberandi innan leikskóla. Hin óformlega stofnun sé fyrirferðarmikil á kostnað formlegrar verkaskiptingar og dreifingar valds og ábyrgðar. Kostinn við stjórnun sem þessa telur Gotvassli vera áhersluna á virðingu og stuðning. Ókosturinn sé m.a. að ágrein- 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.