Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 64
ÞRÓUN STARFA OG ÞÖRF FYRIR STARFSMENNTUN
vinna saman í teymum að verkefnum og þurfa að vera færir um að bregðast við stöð-
ugum breytingum og nýjum kröfum gerir, að sögn þessara fræðimanna, æ meiri
kröfur til starfsmanna. Því er færni í samvinnu, tjáningu og samskiptum við sam-
starfsmenn og viðskiptavini talin skipta meira máli nú en nokkru sinni fyrr. Fyrir-
tæki eru sögð leita eftir fólki sem er skapandi í hugsun, kemur með nýjar hugmynd-
ir um framkvæmd vinnuferla og er fljótt að bregðast við nýjum aðstæðum og úr-
lausnarefnum (Gerður G. Óskarsdóttir, 2000).
Þeir sem sjá fyrir sér að störf séu að verða flóknari hafa reynt að skilgreina al-
menna færniþætti sem þeir telja að á reyni í öllum störfum með hliðsjón af niður-
stöðum kannana meðal aðila í atvinnulífinu (e. general skills, general employability
skills; sjá t.d. Carnevale, Gainer og Meltzer, 1988; SCANS, 1992; European Round
Table of Industrialists, 1995). Gerður G. Óskarsdóttir hefur dregið þessa færniþætti
saman í eftirfarandi meginflokka (1996, 2000; Gerður G. Óskarsdóttir og Valdís Eyja
Pálsdóttir, 1998):
* Grundvallarfærni í lestri, ritun og reikningi.
* Færni í tjáningu, samskiptum og samvinnu.
* Hugmyndaauðgi, frumkvæði, gagnrýnin hugsun og færni í að leysa
vandamál, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og skipuleggja verk.
* Færni í meðferð gagna og upplýsinga.
Fræðimenn eru þó ekki sammála um að öll störf séu að þróast í þá átt að verða
flóknari og kalli þannig á aukna færni starfsmanna. Settar hafa verið fram kenning-
ar um að kröfur til starfsmanna séu ekki að aukast heldur stuðli tækniframfarir nú-
tímans þvert á móti að því að störf verði einfaldari og einhæfari og geri æ minni
kröfur til starfsmanna (e. deskilling trend). Menntun þurfi því ekki að aukast frá því
sem nú er. Braverman (1974) setti fram þá kenningu að í kjölfar aukinnar tækni
fylgdu minni kröfur til starfsmanna. Atvinnurekendur noti nýja tækni til að einfalda
störf svo auðveldara sé að skipta um starfsmenn og þar með að halda launum niðri.
Athuganir á sögulegri þróun starfa í frumframleiðslu hafa stutt þessar kenningar
(Form, 1987; Howell og Wolff, 1991; Spenner, 1983). Því þurfi ekki að fjárfesta í þjálf-
un starfsmanna sem hvenær sem er geta horfið á braut (sjá t.d. Form, 1987; Shaiken,
1986; Vallas, 1988). Athuganir á skrifstofustörfum (Cassedy og Nussbaum, 1983) og
ákveðnum þjónustustörfum (Leidner, 1993) hafa einnig stutt kenningar um einföld-
un starfa.
Þriðja sjónarhornið á þessa þróun er að sum störf séu að verða flóknari í kjölfar
ofannefndra breytinga en önnur einfaldari (e. mixed trends). Því þurfi aðeins hluti
vinnuaflsins að búa yfir mikilli sérhæfingu. Þessi þróun leiðir til enn skýrari lag-
skiptingar vinnumarkaðarins í stjórnendur og sérfræðinga annars vegar og mikils
fjölda fólks í framleiðslu og einföldum þjónustustörfum hins vegar (Wallace, 1989).
Niðurstöður rannsóknar á kröfum um færni í störfum ungs fólks sem var að hefja
störf á vinnumarkaði á Islandi studdu þetta sjónarmið en hún benti til að tengsl
væru á milli menntunar og krafna um almenna færni í störfum (Gerður G. Óskars-
dóttir, 1995; 2000). Sambærilegar niðurstöður hafa fengist í íslenskri rannsókn á þró-
62