Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 77
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR o.fl.
starfið hefði orðið flóknara frá því þeir hófu störf, en aðeins um þriðjungur í hinum
löndunum þremur. Þannig skar Frakkland sig enn úr í hópi þessara fjögurra landa.
Fram kom munur á milli flokka starfa. Um 51 % viðmælenda í verslunarstörfum
í öllum löndunum til samans sagði starfið nú flóknara en áður á móti 38% svarenda
í þjónustustörfum og 35% í framleiðslustörfum.
' Þegar aftur á móti nokkrir þættir í könnuninni varðandi þróun starfa voru tekn-
ir saman kom nokkuð önnur mynd í ljós. Þá fékk kenningin um að meirihluti starfa
væri að þróast í þá átt að verða flóknari stuðning í öllum þremur flokkum starfa í
Frakklandi og Grikklandi. Hún var studd hvað varðaði störf í verslun og viðskipt-
um á Ítalíu. Tilgátan var ekki studd í neinum af starfaflokkunum þremur á íslandi,
eins og fyrr segir.
Væntingar um aukna þörffyrir menntun minnstar á íslandi
í þriðja lagi voru viðhorf yfirmanna á fslandi til krafna um menntun í næstu framtíð
athyglisverð. Mikill meirihluti yfirmanna í Frakklandi (74%) vænti þess að kröfur
mundu aukast á næstu árum, einkum um nám af háskólastigi, þrátt fyrir að mennt-
unarstig viðmælenda virtist hæst þar af löndunum fjórum. Sama átti við um Grikk-
land (89%), en þar bjuggust menn einkum við auknum kröfum um almenna mennt-
un og á Ítalíu (86%) þar sem fremur var horft til menntunar utan skóla. Annað var
uppi á teningnum á fslandi en þar átti innan við helmingur yfirmanna (47%) von á
auknum menntunarkröfum, þó helst um starfsmenntun enda hlutfall starfsmanna
með slíka menntun lágt í landinu (um 11-15% árgangs 24 ára fólks er með formlega
starfsmenntun hér á landi: sjá t.d. Gerður G. Óskarsdóttir, 2000; Jón Torfi Jónasson
og Kristjana Stella Blöndal, í prentun).
Grundvallarfærni og færni í samskiptum og samvinnu mikilvæg
í fjórða lagi kom skýrt fram að grundvallarfærni í lestri, ritun og reikningi og
færni í samskiptum og samstarfi eru mikilvægir færniþættir í störfunum sem
skoðuð voru í öllum löndunum fjórum. Niðurstöður um þessa þætti studdu því
tilgátuna um að í meirihluta starfa reyndi í einhverjum mæli á þessa færni. Starfs-
menn í verslun og viðskiptum og þjónustu þurftu oftar að lesa í vinnunni en
starfsmenn í framleiðslu og iðnaði. Hæst var hlutfall þeirra sem lásu þunga texta
í Frakklandi. Einfaldur reikningur var notaður í starfi í nokkuð jöfnum rnæli í öll-
um flokkum starfa í öllum löndunum. Starfsmenn í viðskiptum og þjónustu not-
uðu meira prósentureikning en aðrir og starfsmenn í iðnaði flatarmál. í Frakk-
landi virtust línurit og töflur meira nýttar en í hinum löndunum. Aftur á móti töl-
uðu starfsmenn á íslandi og í Grikklandi oftar erlend mál en aðrir. Almennir
starfsmenn í framleiðslu og iðnaði í öllum löndunum töluðu sjaldnast erlend
tungumál í vinnunni.
Færni í samskiptum virtist mikilvæg í öllum flokkum starfa í öllum löndunum
fjórum. Þó voru samskipti við viðskiptavini meiri í viðskiptum og þjónustu en í
framleiðslu og iðnaði. Nánast 100% starfsmanna í öllum löndunum sögðu að sam-
starf við samstarfsmenn væri mjög eða nokkuð mikilvægt, þó mátu franskir og
grískir starfsmenn þessa færni nokkru meira en íslenskir og ítalskir.
75