Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 79
GERÐUR G. ÓSKARSDÓTTIR o.fl.
Samantekt á meginniðurstöðum
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að sum störf séu að þróast í þá átt að
verða flóknari, en önnur að verða einfaldari (e. mixed trends), sem gæti bent til þess
að lagskipting vinnumarkaðarins í stjórnendur og sérfræðinga annars vegar og fólk
í framleiðslu og einföldum þjónustustörfum hins vegar sé að skerpast. Ekki reyndi á
alla þá almennu starfsfærniþætti sem skoðaðir voru í öllum störfunum.
Almennt má segja að talsverður munur hafi verið á niðurstöðum milli landanna
sem þátt tóku í þessari rannsókn. Franskir starfsmenn voru í meira mæli með
starfsmiðað nám að baki en starfsmenn í hinum löndunum. Engu að síður áttu
franskir yfirmenn von á meiri kröfum um menntun í náinni framtíð eins og reyndar
yfirmenn á Grikklandi og Italíu. Starfsmenn og yfirmenn í Frakklandi töldu í mun
meira mæli en aðrir að störfin 20 væru að verða flóknari. Islenskir viðmælendur
fundu síður til þess að störfin væru að verða flóknari en hinir og íslenskir yfirmenn
væntu þess síður en aðrir að kröfur myndu aukast á næstu árum bæði um menntun
og færni, jafnvel þótt hlutfall þeirra sem voru aðeins með skyldunám að baki væri
hér hæst af löndunum fjórum. Almennt virtust yfirmenn telja að í störfunum reyndi
meira á þá færniþætti sem til skoðunar voru en starfsmenn töldu sjálfir. Einnig kom
fram mikill munur á störfum hvað þetta varðar.
Enn sem komið er virðast sum störf hönnuð þannig að í þeim reyni lítið á ýmiss
konar færni og ekki verður séð að þar sé breyting að verða á. Ætla má að óþarfi sé
að huga að frekari undirbúningi undir þau í skóla. Munur á milli starfa bendir aftur
á móti til þess að auðvelt ætti að vera fyrir skipuleggjendur í menntamálum að velja
störf eða starfsgreinaflokka þar sem reynir á margs konar færni og sem stöðugt
verða flóknari, vilji stjórnvöld auka möguleika ungs fólks á starfsmenntun innan
menntakerfisins.
Heimildir
Braverman, H. 1974. Labor and monopoly capital. The degradation ofwork in the twentieth
century. New York: Monthly Review Press.
Carnevale, A.P. 1991. America and the tiew economy. Washington D.C.: The American
Society for Training and Development og U.S. Department of Labor, Employment
and Training Administration.
Carnevale, A.P., L.J. Gainer og A.S. Meltzer. 1988. Workplace basics: The skills employers
want. The American Society for Training and Development og U.S. Department
of Labor, Employment and Training Administration.
Cassedy, E. og K. Nussbaum. 1983. Nine to five. The working woman's guide to office sur-
vival. New York: Penguin Books.
European Round Table of Industrialists. 1995. Education for Europeans. Towards the
learning society. Brussels: ERT.
Form, W. 1987. On the degradation of skills. Annual Review of Sociology, 13, 29-47.
Gerður G. Óskarsdóttir (ritstj.). 1990. Starfslýsingar. Sérfræði-, tækni- og stjórnunarstörf.
77