Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 85
KRISTJÁN KRI5TJÁNS50N
og mikil fræði eru til um. Sú staðreynd - ásamt hinni að sögulega er óhugsandi að
lífsleiknin hefði öðlast þann sess sem raun ber vitni í íslenskum námskrám nema
vegna þeirrar flóðbylgju er skolað hefur „character education" upp á fjörur vest-
rænna landa síðustu ár - er þess valdandi að ég kýs í framhaldinu að nota orðið „lífs-
leikni" til þýðingar á „character education". Lesandinn er því beðinn að hafa í huga
að þegar talað er um lífsleikni hér á eftir er, nema annað sé tekið fram, átt við þá
mannræktar/njgs/dn sem hugtakið „character education" vísar til, og birtist einnig í
námskránum okkar, fremur en lífsleikni sem kennslugrein í íslenskum skólum. Ekki
verður heldur gerð tilraun hér til að kanna afdrif lífsleikninnar í skólastofunni:
hvernig hún hefur verið kennd, hvað hefur verið kennt, hvort ívafið hefur orðið að
uppistöðu (eins og raddir heyrast um að sums staðar sé raunin), hver reynslan sé af
henni meðal kennara, nemenda og foreldra og svo framvegis. Það sem bagar manni
frá að færast slíkt í fang er einfaldlega hve stutt er síðan kennsla í lífsleikni hófst hér
á landi. Skynsamlegra er að bíða enn í nokkur ár uns meira námsefni hefur verið
samið og kennt og ýmis reynslu- og þróunarverkefni sem nú eru að fara af stað hafa
runnið skeið sitt á enda. Má sem dæmi nefna viðamikið þriggja ára þróunarverkefni
þriggja leikskóla á Akureyri, Síðusels, Krógabóls og Sunnubóls, Lífsleikni í leikskóla,
er nýverið hefur verið hleypt af stokkum og snýst um spuminguna hvort skipuleg
siðferðisumræða með leikskólabörnum hafi áhrif á aga í leikskólastarfi.
I stað þess að beina sjónum sérstaklega að lífsleikni á íslandi er markmið mitt að
drepa höndum ofan í iðu hinnar alþjóðlegu umræðu um lífsleikni sem hugsjón í
skólastarfi. I þeirri umræðu hafa orðið mikil iðuköst og boðaföll á síðustu árum sem
hollt er að kynna sér. Ýmsir álar keppa þar líka um að verða meginflaumurinn, með
mismiklum rétti að mér virðist. En þótt meginmarkmiðið sé að veita sýn yfir sögu,
forsendur og flokkun lífsleikni á alþjóðavísu, sem og að verja eina tiltekna tegund
hennar, svokallaða „beinabera lífsleikni", þá hygg ég að umfjöllunin muni hjálpa
okkur að hugsa um lífsleikni við íslenskar aðstæður og að greina mögulega innri
togstreitu í hugmyndafræði aðalnámskránna um siðferði og mannrækt.
II. STUTT SÖGULEGT YFIRLIT
Viðtekið er að líta svo á að gullöld lífsleikni (í merkingunni „character education")
hafi staðið sleitulítið frá dögum Platóns og Aristótelesar fyrir 2300 árum fram á miðja
20. öld. A þessum tíma er vandfundinn sá menntahugsuður eða skólafrömuður sem
ekki skipar lífsleikni til hásætis í hugmyndafræði sinni. Vissulega ber skólum að
styrkja innræti nemenda og ala þá upp „í góðum siðum", eins og það var orðað í
grein í 1. árgangi Mentamála á Islandi (Förster 1924:33). Siðvitið skyldi vega að
minnsta kosti jafnþungt ef ekki þyngra en bókvitið og verksvitið.
Ekki er jafn mikið sammæli um hvað nákvæmlega kippti úr lykkjunum fyrir
þessum almæltu sannindum þegar kom fram á miðja síðustu öld. Ýmsar ástæður
hafa verið tíundaðar, eða sambland þeirra, svo sem:
* Dapurlegar niðurstöður rannsókna sem virtust leiða í ljós að dygðir
barna væru svipular og aðstæðubundnar.
* Aukin einstaklingshyggja og afstæðishyggja í siðferðisefnum.
* Vaxandi ótti við forræðishyggju og innrætingu (sem m.a. er greyptur í
83