Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 112
NAMSARANGUR FRAMHALDSSKOLANEMA I ENSKU
Loks er athugað í rannsókninni hvaða áhrif dvöl eða búseta nemenda í ensku-
mælandi landi hefur á frammistöðu þeirra á samræmda enskuprófinu í framhalds-
skóla. Gengið er út frá því að slík dvöl hafi jákvæð áhrif á enskukunnáttu þeirra og
gefi þessum nemendum forskot á þá nemendur sem hafa ekki dvalið erlendis.
Einnig er gert ráð fyrir að formlegt enskunám í skólum og lengd þess, enskunám-
skeið og tal á ensku utan skóla hafi jákvæð áhrif á enskukunnáttu nemenda.
Meginviðfangsefni þessarar rannsóknar eru tvíþætt. I fyrsta lagi er athugað hvort
munur er á frammistöðu nemenda í ensku eftir framhaldsskólum og námsbrautum. í
öðru lagi eru athuguð tengsl eftirtalinna breyta við námsárangur framhaldsskólanema í
ensku: Kynferði, aldur, notkun á ensku utan skóla (lestur, ritun og tal), áhorf á enskt
kvikmyndaefni, dvöl erlendis, formlegt enskunám í skólum, enskunámskeið utan skóla,
fæmi í móðurmáli, og viðhorf nemenda til þess hvað hafi áhrif á enskukunnáttu þeirra.
AÐFERÐ
Úrtak
Urtak rannsóknarinnar samanstendur af tveimur hópum nemenda. Annars vegar
þeim sem voru á öðru ári (3. önn) á bóknámsbrautum allra (N = 24) mennta-, fjöl-
brauta- og áfangaskóla landsins (fyrra gagnasafn) og hins vegar þeim sem voru að
ljúka stúdentsprófi (fjórða ári /7.-8. önn) á bóknámsbrautum í sömu skólum
(seinna gagnasafn).2
I fyrra gagnasafninu voru nemendur á öðru námsári bekkjarskóla og þeir sem
höfðu lokið einingum er svaraði að lágmarki tveggja anna námi (30 einingar) í á-
fanga- og fjölbrautaskólum og voru á þriðju önn þegar gagnasöfnun fór fram. í
seinna gagnasafninu voru nemendur á fjórða ári bekkjarskóla og þeir sem höfðu lok-
ið einingum er svaraði að lágmarki sex anna námi í áfanga- og fjölbrautaskólum (90
einingar). í þessum skólum voru nemendurnir því annað hvort á 7. eða 8. önn í sínu
námi.
I raun var ekki um eiginlegt úrtak nemenda að ræða heldur þýði nemenda sem
uppfylltu framangreindar skilgreiningar á nemendahópunum tveimur.
Fyrra gagnasafn
Samkvæmt nemendaskrá framhaldsskólanna voru 2310 nemendur á öðru ári (3.
önn). Af þessum fjölda tóku 1973 nemendur þátt í rannsókninni eða um 85% af
heildarfjölda þeirra. 43% þeirra voru piltar og 57% stúlkur. í 18 skólum af 24 tóku
yfir 80% nemendanna þátt í rannsókninni, 70%-79% þátttaka var í 3 skólum og 62%-
69% þátttaka var í þremur skólum.
Aldur yngsta þátttakanda í fyrra gagnasafninu var 15 ár og 8 mánuðir en þess
elsta 45 ár og 10 mánuðir (M = 17 ár og 11 mánuðir; s/ = 1 ár og 9 mánuðir; miðgildi
= 17 ár og 6 mánuðir).
2 Eins og fram hefur komið eru niðurstöður fyrir nemendur í verknámi ekki kynntar
vegna brottfalls í þessum hópi nemenda. Samanburður á samræmdum einkunnum
þeirra sem þátt tóku í rannsókninni (allir nemendahópar) og hinna sem það gerðu
ekki sýnir eftirfarandi: Þeir sem tóku þátt í rannsókninni í öllum nemendahópum og
upplýsingar eru til um (n = 3510) fengu hærri einkunn á samræmdu 10. bekkjar prófi í
ensku (M = 5,9; sf = 1,6) en þeir sem tóku ekki þátt (M = 5,4; sf = 1,8).