Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Qupperneq 115
ROBERT BERMAN o.(l.
um hópi fyrir sig.
Áreiðanleiki. Áreiðanleiki tveggja námsþátta var viðunandi. Alfastuðull var 0,77
fyrir námsþáttinn hlustun og 0,86 fyrir námsþáttinn lesskilning. Samkvæmni í ein-
kunnagjöf fyrir ritgerðir var ekki metin sérstaklega en öll ritunarverkefni voru met-
in tvisvar.
Réttmæti. Tvenns konar gögn liggja fyrir um réttmæti enskuprófsins: (1) þátta-
greining á innihaldi þess, (2) fylgni einkunna á prófinu og skólaeinkunna sem nem-
endurnir gáfu upp í spurningarlista.
Upphaflega var ætlunin að hafa námsþætti í prófinu fleiri en þrjá. Þannig voru
sérstök verkefni samin í stafsetningu, málfræði og orðskilningi. Þáttagreining (prin-
cipal components analysis) niðurstaðnanna studdi aftur á móti aðeins þrjá þætti: Hlust-
un, lesskilning og ritun. Verkefni í stafsetningu og málfræði höfðu háa fylgni við rit-
unarverkefnin tvö (ritun A og B) sem mynduðu einn þátt. Þess vegna er stafsetning
og málfræði felld undir námsþáttinn ritun. I þessum námsþætti var því metin kunn-
átta í stafsetningu, málfræði og framsetningu efnis í samfelldum texta. Þáttagrein-
ingin leiddi einnig í ljós að verkefnið orðskilningur hafði háa fylgni við verkefni sem
tilheyrðu námsþættinum lesskilningur. Þess vegna voru verkefni í orðskilningi og
lesskilningi felld undir einn þátt, lesskilning.
Reiknuð var fylgni milli einkunna nemenda á samræmda enskuprófinu í fram-
haldsskóla og skólaeinkunna í ensku sem nemendur sögðust hafa fengið í fyrstu
tveimur enskunámskeiðum í framhaldsskóla (fyrra gagnasafn).’ í bekkjarskólum var
fylgnin 0,70 (fyrra enskunámskeið) og 0,72 (síðara enskunámskeið). I fjölbrauta- og
áfangaskólum var fylgnin 0,60 í báðum tilvikum.
Einnig var athuguð fylgni milli enskueinkunna sem nemendur kváðust hafa
fengið í tveimur fyrstu enskunámskeiðum í enskunámi sínu í framhaldsskóla og
enskueinkunnar á samræmdu prófi í 10. bekk. Reyndist fylgnin vera 0,57 í fjöl-
brauta- og áfangaskólum báðar annir og 0,70 og 0,69 í bekkjarskólum.
Spurningalisti handa nemendum
Efni spurningarlistans skiptist í þrjá meginhluta: (1) Skólaganga, (2) enskunotkun
utan skóla, og (3) viðhorf nemenda. Samtals voru 35 spurningar í listanum, sumar í
nokkrum liðum.
Skólaganga. Spurt var um: Fjölda framhaldsskóla sem nemandinn hafði verið í;
hvaða skólum hann hafði verið í síðustu tvö ár; fjölda anna í framhaldsskóla; hvort
nemandinn stundaði nám í menntaskóla, fjölbrauta- eða áfangaskóla; hvort nem-
andinn stundaði nám í ensku þá önn sem enskuprófið var lagt fyrir; og hvaða ein-
kunnir nemandinn hafði fengið í enskuáföngum sem hann hafði lokið.
Enskunotkun utan skóla. Spurt var um hversu algengt væri að nemendur: (a) Töl-
uðu ensku (þrjár spurningar), (b) kynnu enska tónlistartexta (ein spurning), (c) læsu
ensku (tvær spurningar), (d) notuðu alnetið (ein spurning), (e) horfðu á enskt efni í
sjónvarpi, kvikmyndahúsum eða myndböndum (fjórar spurningar), (f) skrifuðu
ensku (ein spurning).
Áhrifá enskukunnáttu. Spurt var um að hve miklu leyti nemendur teldu að 12 til-
tekin atriði hefðu áhrif á enskukunnáttu þeirra: Grunnskóli, framhaldsskóli, sjón-
3 Reynt var að afla skólaeinkunna beint úr nemendaskrám framhaldsskólanna en það tókst ekki.
113