Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 123
ROBERT BERMAN o.fl.
ar erlendis fyrir samræmd próf í 10. bekk, kyns, aldurs, enskunotkunar utan skóla,
og viðhorfa nemenda til þess hvað hefði áhrif á enskukunnáttu. Niðurstöður þessar-
ar greiningar sýndu að áhrif enskueinkunnar á samræmdum prófum í 10. bekk á ár-
angur í ensku í framhaldsskóla voru áfram langmest, en skýring breytunnar fór nið-
ur í rúm 42% (úr um 58%) í fyrra gagnasafninu og 39% (úr um 57%) í síðara gagna-
safninu. Ahrif notkunar ensku utan skóla jukust úr tæplega 2% í rúm 13% (fyrra
gagnasafn) og úr 2% í tæp 16% (seinna gagnasafn).
Ahrif íslenskukunnáttu á árangur í ensku
Athugað var hvort kunnátta í íslensku hefði áhrif á enskukunnáttu í framhaldsskóla.
Gerð var sérstök aðhvarfsgreining þar sem samræmd íslenskueinkunn í 10. bekk var
notuð til þess að spá fyrir um enskueinkunn í framhaldsskóla. f fyrra gagnasafninu
skýrir íslenskueinkunn 11% af breytileika í enskueinkunn í framhaldsskóla þegar
hún er notuð ein og sér í aðhvarfsgreiningunni, en 16% í seinna gagnasafninu. Hins
vegar hverfa áhrif íslenskunnar ef enskueinkunn á samræmdum prófurn 10. bekkjar
er bætt við líkanið. Enskueinkunn í 10. bekk skýrir þá um 61% af breytileikanum í
enskueinkunn í framhaldsskóla og íslenskueinkunn bætir tæplega 1% við skýring-
una, í báðum gagnasöfnum.
UMRÆÐUR
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að framhaldsskólar skýra fremur lítinn hluta af
dreifingu í námsárangri nemenda í ensku eða um 7% hjá nemum á öðru ári og rúm
2% hjá nemum á fjórða ári. Það virðist því litlu máli skipta í hvaða framhaldsskóla
enskunámið er stundað. I þessu felst þó ekki að enskunám í framhaldsskólum skili
engum árangri heldur hitt að nemendur ná almennt þeirn árangri í framhaldsskóla
sem búast má við út frá enskukunnáttu þeirra við lok grunnskólans. Unnt er að spá
fyrir um námsárangur í ensku í framhaldsskóla að langmestu leyti út frá árangri á
samræmdu enskuprófi í 10. bekk. Þetta á bæði við um nemendur á öðru og fjórða
ári í framhaldsskóla. Annað sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur í ensku, í báðum
gagnasöfnum rannsóknarinnar, er dvöl í enskumælandi landi og lestur og ritun á
ensku utan skóla.
Mjög há fylgni er milli enskueinkunnar á samræmdu prófi í 10. bekk og á sam-
ræmdu enskuprófi í framhaldsskóla eða 0,78. Það kemur því ekki á óvart að þessi
breyta skýri langmest af dreifingu í námsárangri í ensku í framhaldsskóla. Þó svo að
búist hafi verið við tengslum á milli þessara breyta eru þau óvenjusterk. Framhalds-
skólinn bætir því litlu við þá þætti sem eru ákvarðandi fyrir frammistöðu nemenda
í ensku við lok grunnskóla.
Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvers vegna litlu máli virðist skipta í hvaða fram-
haldsskóla enskunám er stundað. Ein ástæða gæti verið sú að enskuprófið, sem lagt
var fyrir í framhaldsskólunum, endurspegli ekki áherslur í kennslu þar. Aftur á móti
verður að telja líklegt að enskuprófið sé réttmætt til ályktana um almenna kunnáttu
í þeim þáttum sem það náði til - hlustun, lesskilning og ritun. Annað, eins og tal á
ensku, var ekki metið með prófinu. Færni nemenda í að tala ensku kemur því ekki
121