Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 131
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
HÁSKÓLAMENNTUN OG BÚSETA
Áhrif háskólamenntunar á búsetuval hjúkrunar-
og viðskiptafræðinga
I pessari grein er lýst niðurstöðum rannsóknar á tengslum háskólamenntunar og búsetuvals
hjúkrunarfræðinga og viðskiptafræðinga á íslandi. Til aðfá svar við rannsóknarspurningum
var aflað fyrirliggjandi gagna frá opinberum aðilum, iír gagnagrunni Félagsvísindastofnun-
ar Háskóla íslands og framkvæmd spurningalistakönnun meðal rckstrar- og viðskiptafræð-
inga og hjúkrunarfræðinga sem lokið höfðu námi við Háskólann á Akureyri og Háskóla ís-
lands. Niðurstöður benda til að háskólamenntun hafi mikil áhrif á ýmsa pætti byggðamála.
Kandídatar frá Háskóla lslands eru mun líklegri til að velja sér búsetu á höfuðborgarsvæðinu
en nemendur frá Háskólanum á Akureyri og öfugt. Jafnframt hefur háskólamenntun umtals-
verð áhrifá atvinnutekjur eftir kjördæmum og könnun leiðir íIjós að uppruni svarenda og bú-
seta foreldra hafði mikil áhrifá val peirra á háskóla og hvar peir kusu að búa að námi loknu.
INNGANGUR
Markmið þeirrar rannsóknar sem hér greinir frá er að kanna áhrif háskólamenntunar á
búsetuval og byggðamynstur. Sökum þess að bæði tími og fé eru takmörkuð var brugð-
ið á það ráð að takmarka rannsóknina við Háskóla Islands og Háskólann á Akureyri og
greina aðeins það nám sem er sambærilegt við báða háskólana, þ.e. hjúkrunarfræði og
viðskipta-/rekstrarfræði.' Helstu rannsóknarspumingar em: Er marktækur munur á bú-
setu nemenda HI og HA að námi loknu? Ræðst val á búsetustað að háskólanámi loknu
fyrst og fremst af annars vegar tekjumöguleikum og hins vegar faglegum tækifæmm?
I rannsókninni er stuðst við kenningar innan félagsvísinda og hagfræði er fjalla um
tengsl menntunar og byggðaþróunar með einum eða öðmm hætti. í fyrsta lagi kenning-
ar er líta á hagnýti menntunar, þ.e. mannauðskenning, í öðm lagi kenningar um þekking-
arþurrð og loks rannsóknir á þekkingarsókn en í henni felst að stofna háskóla og rann-
sóknarstofnanir fyrir utan stór- og höfuöborgir. Fjórar tilgátur em leiddar af þessum
kenningum og em þær kynntar í megintexta.
I greininni er fyrst fjallað um fyrrgreindar kenningar og síðan er aðferðafræði rann-
sóknarinnar kynnt. Þá er fjallað um háskólamenntun eftir landsvæðum hér á landi og því
næst um áhrif háskólamenntunar á búsetuval. Tengsl háskólamenntunar og atvinnu-
tekna eftir kjördæmum er viðfangsefni næsta hluta og loks em umræður og niðurstöður
kynntar.
Rannsóknin, sem þessi grein er byggö á, var styrkt af Vísindasjóði RANNÍS og Héraðs-
nefnd Eyjafjarðar. Greinarhöfundur vill þakka Elínu M. Hallgrímsdóttur, hjúkrunarfræð-
ingi M.Sc., Grétari Þóri Eyþórssyni, framkvæmdastjóra RHA og Ingólfi Ásgeiri Jóhann-
essyni, dósent við HA aðstoð og samstarf við mótun rannsóknarinnar og túlkun niður-
staðna. Fyrstu hugmyndir að þessu rannsóknarverkefni urðu til innan íslenska hópsins
sem tekur þátt í fjölþjóðlega Evrópusambandsverkefninu Educational Govemance and
Social Integration/Exclusion. íslenska hópinn skipa Guörún Geirsdóttir, Gunnar E. Finn-
bogason, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Ólafur J. Proppé, Sigurjón Mýrdal og Þorsteinn
Gunnarsson.
1 Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga og viðskipta- og rekstrarfræðinga er um margt ó-
líkur. Þannig eru störf hjúkrunarfræðinga lögvarin og felast oftast í stöðugildum á rík-
isreknum heilbrigðisstofnunum. Störf viðskiptafræðinga eru hins vegar flest í einkafyr-
irtækjum og hvorki skilgreind í reglugerðum né stöðugildum. Þessi staðreynd breytir
þó ekki því að vinnumarkaöur beggja stétta er að stórum hluta á höfuðborgarsvæðinu
og viðvarandi skortur hefur verið á einstaklingum með slíka menntun víða um land.