Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 135
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
milli landa. Af þeim þáttum sem fyrr eru nefndir eru þessir mikilvægir varðandi
þekkingarþurrð á landsbyggð á íslandi:
* Betri námstækifæri í Reykjavík.
* Betri tekjumöguleikar í Reykjavík.
* Betri tækifæri til starfsframa á höfuðborgarsvæðinu.
* Meiri stuðningur einkafyrirtækja og opinberra aðila við vísindastarf.
* Betri rannsóknaraðstaða og tæknilegur stuðningur á höfuðborgarsvæðinu.
* Flutt til höfuðborgarinnar í kjölfar lærimeistara eða samstarfsfólks.
Aðrir þættir, svo sem skattakerfi og lífskjör, eru tiltölulega óháðir búsetu hér á
landi og hafa því lítið skýringagildi varðandi val á búsetustað íslensks menntafólks.
Önnur kenning gengur út frá því að brottflutningur menntafólks skapist vegna
þess ójafnvægis sem ríkir í mörgum löndum milli getu þeirra annars vegar til að sér-
mennta einstaklinga og hins vegar að nýta hæfileika þeirra á viðeigandi hátt. Þessi
kenning nefnist „structural tensions" á ensku og samkvæmt henni er þessi vandi
ekki eingöngu bundinn við þróunarríki heldur getur eins skotið rótum í iðnríkjum.
Vandinn getur verið mikill á Vesturlöndum þar sem menntastofnanir er víða að
finna en einstaklingar eiga örðugt með að nýta sér sérþekkingu sína í starfi í heima-
byggð (Sanchez-Arnau og Calvo 1987:64). Þetta á við um marga einstaklinga sem
fæddir eru og aldir upp á landsbyggðinni á Islandi. Þegar háskólanámi lýkur eru fá
atvinnutækifæri í heimabyggð og flestir setjast að á höfuðborgarsvæðinu eða erlend-
is. Oft hefur slíkt verið nefnt að mennta sig að heiman.
Unnt er að setja fram eftirfarandi tilgátur með hliðsjón af fyrrgreindum kenning-
um:
Tilgáta II: Háskólamenntaðir emstakliugar flytjast lír dreifðum byggðum til höfuð-
eða stórborga vegna hagstæðara starfsumhverfis, sem felst m.a. í hærri tekjum,
betri tækifærum til starfsframa, betri rannsóknaraðstöðu og tæknilegum stuðn-
ingi.
Tilgáta III: Brottflutningur fólks stafar af ójafnvægi innan landa við að mennta
einstaklinga og nýta starfskrafta þeirra. Sérfræðingar flytjast annaðhvort ekki til
dreifbýlla svæða eða flytjast þaðan þar sem þeir hafa takmarkaðan möguleika á
að nýta sérþekkingu sína.
Þekkingarsókn
Þekkingarsókn er tvíþætt ferli. Annars vegar er um að ræða mennta- og rannsóknar-
stofnanir utan höfuð- og stórborga sem mennta einstaklinga, stunda rannsóknir og
nýsköpun og miðla þeim til fyrirtækja og stofnana. Menntastofnanir hafa tilhneig-
ingu til að bæta þekkingarstöðu og grunngerð viðkomandi byggðarlags til lengri
tíma litið. Hins vegar er um að ræða aðgerðir sem miða að því að fá fólk með lykil-
þekkingu, svo sem lækna, tæknimenntað fólk og tölvufræðinga, inn í byggðarlög
þar sem þekkingarskortur ríkir. Þannig er reynt með launatilboðum og öðrum íviln-
unum að flytja inn þekkingu erlendis frá eða frá innlendum þéttbýlissvæðum. í flest-
133