Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 137
INGI RUNAR EÐVARÐSSON
tækjum mikilvægar tækninýjungar og uppgötvanir. Mikilvægi háskóla í þessu sam-
bandi felst í því að tengsl skapast milli atvinnulífs á svæðinu og rannsóknarfólks.
Vandi og tækifæri atvinnulífs verða þannig kunn og þau verða í mörgum tilvikum
viðfangsefni sérfræðinga við rannsóknarstofnanir.
Háskólar hafa einnig margvísleg efnahagsleg áhrif á umhverfi sitt og má þar
m.a. nefna eftirfarandi:
* Háskólar veita háskólamenntuðu fólki atvinnu. Við Háskólann á Akur-
eyri starfa um 100 manns, við Háskólann í Umeá störfuðu 3.800 einstak-
lingar veturinn 1994-1995 og áætlað er að við Hálandaháskólann í
Skotlandi muni starfa um 590 manns þegar hann verður kominn í fullan
rekstur.
* Margfeldisáhrif háskóla eru mikil, þannig er áætlað að hver króna sem
komi til háskóla hafi margfeldisstuðulinn 1.5.
* Fjölbreyttara atvinnulíf skapast fyrir tilstuðlan háskóla þar sem þeir
mennta fólk til ólíkra starfa og ný fyrirtæki eru stofnuð í tengslum við há-
skóla eins og við hugbúnaðargerð, líftækni o.fl. Nefna má t.d. að í tækni-
garði í tengslum við Háskólann í Linköping í Svíþjóð er áætlað að 150
fyrirtæki hafi verið stofnuð sem veiti u.þ.b. 4.000 manns atvinnu (Brulin
1998:24-25).
* Háskólastofnanir hafa tilhneigingu til að draga úr brottflutningi ungs
fólks sem flytti ella út fyrir sína heimabyggð í háskólanám. Auk þess
koma einstaklingar utan svæðisins til náms og starfa við háskóla. Það er
mjög mismunandi hversu lengi þeir staldra við á svæðinu en rannsókn-
ir frá sænskum háskólum benda til að háskólakennarar við norðlæga há-
skóla séu jafn lengi í starfi og kollegar þeirra sunnar í landinu (Dahllöf
1997:203-207).
* Háskólar hafa tilhneigingu til að efla grunngerð nálægra svæða með því
að tryggja góðar vega- og flugsamgöngur, fullkomin tölvu- og upplýs-
ingakerfi eru tekin í notkun, fjarfundabúnaður er mikið notaður í
kennslu og þróunarstarfi og þannig má áfram telja.
Rannsóknir frá Kanada benda til að fyrrgreind áhrif háskóla séu mjög hægvirk
og taki langan tíma, jafnvel nokkra áratugi, nema þegar stofnun þeirra er liður í
markvissri byggðastefnu (Nord og Weller 1997:17-18).
Tilgáta IV: Með stofnun hdskóla í dreifðum bijggðum eykst aðsókn fólks f háskóla-
nám, mannauður svæðisins eykst og utanaðkomandi pekking á greiðari leið inn
á svæðið. Rannsóknarstofiwnir sem tengjast háskólum færa fyrirtækjum mikil-
vægar tækninýjungar.
AÐFERÐIR
I þeirri rannsókn sem hér greinir frá er stuðst við tvenns lags rannsóknaraðferðir.
Annars vegar við fyrirliggjandi talnagögn frá Hagstofu íslands, menntamálaráðu-
135