Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 138
HÁSKÓLAMENNTUN OG BÚSETA
neytinu og Félagsvísindastofnun Háskóla íslands sem sýna háskólamenntun eftir
landsvæðum og atvinnutekjur eftir kjördæmum. Hins vegar við spurningalista-
könnun um ástæður fyrir vali á starfi og búsetu að háskólanámi loknu.
Spurningalistakönnunin var framkvæmd haustið 2000 og var hún send til braut-
skráðra hjúkrunarfræðinga og rekstrar- og viðskiptafræðinga frá Háskóla íslands (héð-
an í frá HÍ) og Háskólanum á Akureyri (héðan í frá HA) á tímabilinu 1987-2000. Þetta
tímabil miðast við starfstíma HA. Spurningalistinn samanstóð af 22 fjölvalsspurning-
um um uppvaxtarár, búsetu, menntun, fjölskylduhagi, ástæður fyrir vali á háskóla,
starfi og búsetu að námi loknu, og viðhorf svarenda til náms og kennsluaðferða.
I könnuninni voru einstaklingar valdir með slembiaðferð úr listum yfir braut-
skráða nemendur í hjúkrunarfræði og viðskiptafræði frá HÍ, en öllum brautskráðum
nemendum HA í hjúkrunar- og rekstrarfræði var sendur listi. Sendir voru 1.042 list-
ar og 677 listar bárust. Svarhlutfallið er því 65% sem er tiltölulega hátt miðað við
póstsendar kannanir. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem numið höfðu við HÍ og var
Tafla 1. Nemendur á háskólastigi haustið 1999
Háskólanám Fjöldi Hlutfall
Höfuðborgarsvæði 9167 91,8
Háskóli íslands 6588 66,0
Kennaraháskóli íslands 1262 12,6
Tækniskóli íslands 607 6,0
Háskólinn í Reykjavík 490 4,9
Listaháskóli íslands 220 2,2
Vesturland 228 2,3
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 72 0,7
Viðskiptaháskólinn á Bifröst 156 1,5
Norðurland eystra 581 5,8
Háskólinn á Akureyri 581 5,8
Alls 9976 100,0
* (Tölfræöihand-bók um háskóla-stigiö 2000:8)
sendur spurningalisti svöruðu 76%, 70% hjúkrunarfræðinga frá HA, 85% braut-
skráðra rekstrarfræðinga frá HA og 49% viðskiptafræðinga frá HÍ.
HÁSKÓLAMENNTUN EFTIR LANDSVÆÐUM
Háskólamenntun býðst fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. HÍ er fjölmennasti
háskóli landsins með 6.588 nemendur haustið 1999 af 9.976 háskólanemum á land-
inu öllu. Þetta sést betur í töflu 1. Langflestar leiðir til æðra náms í landinu liggja um
höfuðborgarsvæðið, fáeinar sérhæfðar brautir er að finna í Borgarfirði, á Akureyri,
Laugarvatni og Hólum, annars staðar á landinu er ekkert framboð á háskólamennt-
un. Þó hefur orðið stöðug aukning á framboði á margs konar fjarnámi síðan um 1990
og eykur það hlut landsbyggðarfólks nokkuð. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofunnar fyrir haustið 2000 var 131 fjarnemi skráður við Háskólann á Akureyri, 79
136