Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 139
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
Tafla 2. Hlutfallsleg skólasókn 20-28 ára einstaklinga eftir landsvæðum
haustið 1997
Umdæmi 20 ára 24 ára 28 ára
Reykjavík 49 40 15
Reykjanes 48 27 12
Vesturland 34 31 5
Vestfirðir 36 12 5
N-vestra 41 27 9
N-eystra 41 27 12
Austurland 42 24 4
Aths.: Dagskólanemendur í framhaldsskólum, sérskólum og háskólum sem hlutfall af mannfjölda
í hverju kjördæmi. Gögn yfir námsmenn erlendis byggja á gögnum LÍN. Öldungardeildar-
nemendur eru ekki meðtaldir. Miðað er við lögheimili nemenda. (Landshagir 1998:258-259.)
við Háskólann í Reykjavík, 669 við Kennaraháskóla íslands, 27 við Landbúnaðarhá-
skólann á Bifröst og 35 við Viðskiptaháskólann á Bifröst (Hagstofa íslands 2001). Stór
hluti fjarnemenda er búsettur utan höfuðborgarsvæðisins en endanlegar upplýsing-
ar um það eru ekki fyrirliggjandi.
Tölur í töflu 2 benda til að nemendur af landsbyggðinni hætti fyrr í námi en jafn-
aldrar þeirra af höfuöborgarsvæðinu, einkum úr Reykjavík. Hafa ber þó í huga að
allmargir flytja lögheimili sitt við upphaf náms, ekki síst eftir að tekið var að greiða
húsaleigubætur, en engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um hve stór sá hópur er
sem flytur lögheimili sitt.
Þegar litið er til menntunar fólks eftir landsvæðum kemur fram svipað mynstur
og fyrr er rakið. Mynd 1 sýnir m.a. að Reykjavík hefur mikla sérstöðu. A tímabilinu
1996-1998 höfðu 30,4% íbúa á aldrinum 18-80 ára lokið grunnskólaprófi eingöngu,
28,1% iðn- og starfsnámi, 24,1% stúdentsprófi og 17,4% háskólanámi. Reykjanes
fylgir fast á hæla Reykjavíkur hvað menntun íbúa varðar. Þar höfðu 33,7% íbúa lok-
ið grunnskólaprófi, 34,1% iðn- og starfsnámi, 17,9% stúdentsprófi og 14,3% háskóla-
námi. Hlutfall íbúa með grunnskólapróf eingöngu er á bilinu 40,9-45,6% á Vestfjörð-
um, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og Suðurlandi. A sama hátt er hlut-
fall háskólamenntunar einungis 6,7-10,7% í sömu kjördæmum. Þegar menntun íbúa
á Akureyri er skoðuð sérstaklega virðist hafa áhrif að í bænum eru tveir fjölmennir
framhaldsskólar og HA. Einnig kann sú staðreynd að Akureyri er þjónustukjarni
fyrir Norðurland að hafa hér áhrif. Þannig höfðu 35,3% íbúa bæjarins lokið grunn-
skólaprófi á árunum 1996-1998, 35,1% iðn- og starfsnámi, 16,3% stúdentsprófi og
13,2% háskólanámi. Menntun Akureyringa svipar þannig mjög til menntunar
Reyknesinga, en þess ber að geta að höfuðborgarsvæðið að Reykjavík undanskilinni
telst til þess kjördæmis.
Af því sem að framan greinir er ljóst að æðri menntun býðst aðallega í Reykja-
vík og mun fleiri Reykvíkingar á aldrinum 18-80 ára hafa lokið stúdents- og háskóla-
237