Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 146
HÁSKÓLAMENNTUN OG BÚSETA
frá því landi þar sem það menntast til annars lands. Þær kenningar voru staðfærðar
til að skýra brottflutning sérfræðinga og menntafólks innan landa. I því sambandi
voru settar fram eftirfarandi tilgátur:
Tilgáta II: Háskólamenntaðir einstaklingar flytjast úr dreifðum byggðum til höfuð-
eða stórborga vegna hagstæðara starfsumhverfis, sem felst m.a. í hærri tekjum,
betri tækifærum til starfsframa, betri rannsóknaraðstöðu og tæknilegum stuðn-
ingi.
Tilgáta III: Brottflutningur fólks stafar af ójafnvægi innan landa við að mennta
einstaklinga og mjta starfskrafta þeirra. Sérfræðingar flytjast annaðhvort ekki til
dreifbýlla svæða eða flytjast þaðan þar sem þeir hafa takmarkaða mögideika á að
nýta sérþekkingu sína.
Tilgáta II var könnuð í spurningalistakönnun. Niðurstöður leiða í ljós að meiri-
hluti svarenda (samtals 55%) setur góða reynslu og áhugavert starf á sérsviði í önd-
vegi við val á starfi að háskólanámi loknu. Fjölskyldutengdir þættir (búseta fjöl-
skyldu, uppruni/æskuslóðir, nám og starf maka) skýra hins vegar að mestu val svar-
enda á búsetu að námi loknu. Af þessu má ráða að tilgáta II fær takmarkaðan stuðn-
ing og ákvörðun um val á starfi og búsetu að háskólanámi loknu er flóknari en get-
ur um í tilgátunni. Tilgáta III fær stuðning í því að háskólanám er aðallega á
boðstólnum í Reykjavík og flestir einstaklingar á aldrinum 18-80 ára hafa lokið stúd-
ents- og háskólanámi á höfuðborgarsvæðinu. Næsthæst er hlutfallið á Reykjanesi en
það er mun lægra í öðrum kjördæmum landsins. Einstaklingar á landsbyggðinni
ljúka einnig fyrr skólagöngu en fólk á höfuðborgarsvæðinu.
A síðari árum hafa birst rannsóknarniðurstöður um áhrif háskóla- og rannsókn-
arstofnana fyrir utan stórborgir á umhverfi sitt. Þær hafa myndað grunn að því sem
kalla mætti þekkingarsókn. I því sambandi var sett fram eftirfarandi tilgáta:
Tilgáta IV: Með stofnun háskóla í dreifðum byggðum eykst aðsókn fólks í háskóla-
nám, mannauður svæðisins eykst og utanaðkomandi þekking á greiðari leið inn
á svæðið. Rannsóknarstofnanir sem tengjast háskólum færa fyrirtækjum mikil-
vægar tækninýjungar.
Ekki hefur reynst unnt að færa óyggjandi töluleg rök fyrir þessari tilgátu, en hins
vegar er ljóst að stofnun HA hefur aukið framboð af háskólamenntuðum hjúkrunar-
og rekstrarfræðingum á Akureyri og nágrenni, mannauður Eyjafjarðarsvæðisins hef-
ur aukist og fyrirtæki á svæðinu hafa átt greiðari aðgang að tækninýjungum.
Þá hefur rannsóknin sýnt fram á að marktækur munur er á búsetu nemenda HI
og HA að námi loknu. Þannig eru liðlega þrisvar sinnum meiri líkur á því að hjúkr-
unarfræðingur sem útskrifast frá HI búi á höfuðborgarsvæðinu að námi loknu en ef
viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefði lokið námi við HA. Á sama hátt eru vel rúm-
lega þrisvar sinnum meiri líkur á því að viðskiptafræðingur sem menntast við HI búi
á höfuðborgarsvæðinu að námi loknu borið saman við rekstrarfræðinga sem ljúka
námi við HA. Munurinn er enn meiri þegar litið er til búsetu á Akureyri. Allt að tólf
144