Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 154
STARFSAÐFERÐIR OG SANNFÆRING LEIKSKÓLAKENNARA
starfsmannafunda og ljósmyndir úr starfinu. Eftir að ég hafði afritað eða ljósritað
þessi gögn greindi ég efnið. Skjöl og hlutir gefa rannsakandanum betri skilning á
viðfangsefninu og eru viðbót og stuðningur við athuganirnar og viðtölin (Glesne og
Peshkin, 1992).
Dagbók. A meðan á rannsóknarvinnunni stóð færði ég dagbók þar sem ég skráði
hugsanir mínar og hugmyndir um rannsóknarefnið og rannsóknarferilinn.
Eg greindi og túlkaði gögnin bæði meðan á gagnasöfnuninni stóð og einnig síð-
ar. Við greiningu gagnanna notaði ég aðferðir sem þróaðar hafa verið af Miles og
Huberman (1994) og Graue og Walsh (1998). Til að tryggja áreiðanleika notaði ég
margprófun aðferða og heimilda og eyddi löngum tíma í leikskólunum við gagna-
öflun. Einnig bar ég niðurstöður mínar og túlkanir undir Helgu og Kristínu jafnóð-
um og bað þær að lesa yfir bæði viðtöl og það sem ég var að skrifa. Sérstaklega var
þetta mikilvægt þegar ég var að reyna að ráða í og fjalla um hugmyndafræði þeirra
og sannfæringu.
Niðurstöður
Sannfæring
Eg reyndi að komast að því hver væri sannfæring leikskólakennaranna tveggja.
Þetta var ekki auðvelt og ég komst að því eins og fleiri sem rannsakað hafa starf leik-
skólakennara að hugmyndafræði þeirra og þekking er að verulegu leyti óyrt, þ.e.
þær áttu oft og tíðum erfitt með að setja sannfæringu sína í orð (Granholt, 1995;
Hákanson, 1990; Schön, 1991). Sérstaklega nefndi Kristín að henni þætti erfitt að orða
það sem henni fyndist og það sem hún væri að hugsa, því hún væri sjaldan beðin
um að segja frá eða ræða markmiðin með starfinu. „En þau eru þarna einhvers stað-
ar.... Eitthvað sem við [í leikskólanumj höfum verið að tala um lengi, eitthvað sem
ég lærði í skólanum, auðvitað, og hef viðað að mér úr ýmsum áttum."
Til að finna út hver væri sannfæring Helgu og Kristínar fylgdist ég með þeim í
starfi og spurði þær út í það sem þær voru að gera. Síðan bjó ég til töflur þar sem ég
flokkaði svör þeirra og hugmyndir og dró saman í setningar. Þetta fórum við svo yfir
í sameiningu, löguðum til og bættum þar til þær voru orðnar sáttar.
I töflu 1 hér að neðan koma fram hugmyndir Helgu og Kristínar um grundvall-
arþætti leikskólastarfs. Markmið starfsins, hvernig þær telja að börn læri og þrosk-
ist, hvað þær telja að börn eigi að læra í leikskólum, hugmyndir þeirra um leikinn,
útivist, hlutverk leikskólakennarans og kennslu í leikskólum.
152