Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 171
ÞORDIS ÞORÐARDOTTIR
Ákvarðanataka
Greining
N ámskrárhönnun
Skipulagning kennslu
Námstjórn
Ráðgjöf
Líkan Spodek og Saracho (1994) er í samræmi við niðurstöður fleiri rannsókna á
sviðinu, til dæmis sýndu niðurstöður Cornelius (1987:8) að hlutverk leikskólakenn-
ara eru meðal annarra þessi: Skipulagning kennslu, greining á hegðun barna og
þörfum þeirra, athuganir, mat og ákvarðanataka. Niðurstöður Kramer (1994:29)
sýndu að meðal annarra hlutverka leikskólakennara eru: Að velja námssvið, að nota
mismunandi kennsluaðferðir, að meta og greina, að taka ákvarðanir, að túlka, að
veita ráðgjöf, að skipuleggja kennslu, að hanna námskrár og stjórna námi. Þessi hlut-
verk krefjast blandaðrar sértækrar þekkingar og þess vegna er vandasamt að skil-
greina störf leikskólakennara vísindalega. Fein (1994) telur að það þurfi að koma
fram í kennsluskrám hvernig leikskólakennaranemar, að námi loknu, geti umbreytt
námi sínu í þá þekkingu, færni og viðhorf sem hlutverk leikskólakennara krefjast
(Fein,1994:141). I þessari rannsókn eru lýsingar á hlutverkum leikskólakennara í
kennsluskránum greindar. Markmiðin eru greind út frá hugtökunum þekking, færni
og viðhorf. Inntak námsefnisins að baki markmiðunum er einnig greint til að fá betri
mynd af heildarskipulagi menntunarinnar. Rannsóknin byggir á niðurstöðum
Spodek og Saracho (1990).
Menntun leikskólakennara fer fram í lögskipuðum menntastofnunum sem út-
skrifa fólk með tilskilin réttindi til starfsins. Menntunin stefnir að því að leikskóla-
kennaranemar öðlist ákveðna fræðilega þekkingu, ásamt færni í að beita henni, og
að þeir tileinki sér fagleg viðhorf. Menntunin á að gera nemunum kleift að verða
hæfir leikskólakennarar að námi loknu og sérfræðingar í uppeldi og menntun barna
á aldrinum 0-6 ára. Menntun leikskólakennara er venjulega skilgreind í lögum um
kennaramenntun og skipulag hennar birtist í kennsluskrám þeirra menntastofnana
sem sjá um að mennta leikskólakennara.
RANNSÓKNARAÐFERÐ
Allir skólarnir sem taka þátt í þessari rannsókn, nema Háskólinn á Akureyri, eiga í
Nord-Plus samstarfi um nemenda- og kennaraskipti. Haft var samband við tengiliði
Nord-Plus samstarfsins og Háskólann á Akureyri og þeir beðnir að taka þátt í rann-
sókninni og senda kennsluskrár fyrir skólaárið 1998-1999 ef af þátttöku yrði. Allir
brugðust vel við og sendu kennsluskrárnar.
Skólarnir eru þessir:
Háskólinn á Akureyri
Kennaraháskóli Islands
Dronnings Maud's Minde í Noregi
Institut för Barnpedagogik, Ábu Universitet í Finnlandi
169