Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 172
LEIKSKÓLAKENNARAMENNTUN
Mitthögskolan í Svíþjóð
Hjorring Seminarium í Danmörku
Foroya Læraraskúlan í Færeyjum
Framkvæmd
Lýsingar á menntun leikskólakennaranema í kennsluskránum voru athugaðar út frá
skipulagi, hlutverkum leikskólakennara, markmiðum og inntaki. Að því loknu voru
kennsluskrárnar inntaksgreindar í þremur liðum.
Fyrst voru greind öll hugtök sem kennsluskrárnar innihéldu um hlutverk leik-
skólakennara og tengdust niðurstöðum Saracho (1988). Næst voru greind öll mark-
mið í kennsluskránum og þau tengd hugtökunum þekking, færni og viðhorf í líkani
Spodek og Saracho (1990). Að lokum voru inntakslýsingar á námsefninu greindar.
Til þess að samræma greininguna á milli kennsluskránna voru útbúnir greiningar-
lyklar og gátlistar fyrir þá. Inntaksgreiningin var framkvæmd tvisvar af mismun-
andi aðilum og reiknuð fylgni á milli greininganna.
Úrvinnsla
Fjöldi hugtaka, markmiða og námslýsinga í kennsluskrám var talinn úr gátlistunum
og settur upp í tíðnitöflur. Reiknuð var tíðni og hlutfall hlutverka, markmiða og náms-
lýsinga í kennsluskránum og hugtaka í viðmiðunarlíkani Spodek og Saracho (1990).
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Skipulag og formgerð menntunarinnar
Samkvæmt niðurstöðum inntaksgreiningarinnar felur skipulagið í öllum kennslu-
skránum í sér skiptingu menntunarinnar í eftirfarandi þrjá meginflokka:
* Uppeldisgreinar
* List- og faggreinar
* Verknám2
í uppeldisgreinunum er megináherslan á bóknám. í list- og faggreinum er tals-
verð áhersla á bóknám3 og hagnýt verkefni í uppeldis- og kennslustarfi leikskólanna.
I verknáminu er áherslan á að þjálfa nemendur í að beita fræði- og fagþekkingu sinni
á vettvangi. I kennsluskránum er einnig að finna lýsingar á lokaverkefnum án þess
að þau væru greind sérstaklega hér. Aherslan á flokkana er mismunandi á milli skól-
anna eins og sést á töflu 1.
Þótt áherslan sé mismunandi á milli skóla sést á töflu 1 að uppeldisgreinarnar
vega þyngst í menntuninni í öllum kennsluskránum, sem bendir til að þróun mennt-
unar fyrir leikskólakennara fylgi almennri þróun menntunar í samræmi við niður-
2 Hér er verknám notað yfir það sem oftast er kallað vettvangsnám. í þessu samhengi fer
betur á því að tala um verknám því um er að ræða verklegar prófanir á verkefnum sem
unnin eru bæði inni í háskólunum og á vettvangi.
3 Niðurstöður inntaksgreiningarinnar benda til að stór hluti móðurmálskennslunnar teng-
ist bamabókmenntum og notkun móðurmálsins í starfi leikskólakennarans. Því flokkast
móðurmálið með listgreinum í kennsluskránum í samræmi við þá venju að fjalla um bók-
menntir sem listgrein. Það, ásamt kennslufræði listgreina, er bóknám en ýmsar hagnýtar
aðferðir listgreinanna em síðan prófaðar í verknáminu. Dæmi um það em aðferðir sem
hvetja leikskólabörn til að tjá sig í máli, myndum og tónum.