Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 173
ÞORDIS ÞORÐARDOTTIR
Tafla 1. Hlutfall námsflokka eftir einingafjölda í kennsluskránum.
Skólar Uppeldisgreinar List og faggreinar Verknám Lokaverkefni Alls.
Háskólinn á Akureyri 50,0% 29,0% 15,5% 5,5% 100%
Kennarahásk. íslands 49,0% 27,7% 20,0% 3,3% 100%
IBÁU í Finnlandi 64,0% 19,0% 13,7% 3,3% 100%
DMM í Noregi 40,0% 34,0% 20,0% 6,0% 100%
Föroya Læraraskúlan 34,0% 30,0% 31,0% 5,0% 100%
Hjorring í Danm. 34,5% 23,2% 32,3% 10,0% 100%
Mitthögsk. í Svíþjóð 59,0% 15,8% 21,0% 4,2% 100%
stöður Ott, Zeichner og Price (1990:123) um aukna áherslu á akademísk fræði í þró-
un almennrar menntunar. Niðurstöðurnar benda einnig til að skipulag menntunar-
innar byggi á gömlum hefðum um leikskólakennaramenntun og að sjálf formgerðin
hafi ekki breyst mikið eins og sést á lýsingum Fröbels (1839/1980).
Hlutverk leikskólakennara í kennsluskránum
í ljós kom að 835 hugtök í kennsluskránum tengjast hlutverkum leikskólakennara
eins og þau eru sett fram í niðurstöðum Saracho (1988). A töflu 2 sést hvernig hlut-
verkin dreifast í kennsluskránum.
Þessar niðurstöður benda til að einhverskonar tengsl séu á milli lýsinga á hlut-
verkum í kennsluskránum og hlutverka í líkani Spodek og Saracho (1990) en ekki
er ljóst hvernig þeim tengslum gæti verið háttað. Fram kerrtur mismunur á milli
kennsluskráa varðandi það hversu oft hlutverkin koma fyrir en sams konar mun
er að finna þar varðandi markmiðssetningar og lýsingar á námsefni í kennslu-
skránum.
Tafla 2. Fjöldi hugtaka í kennsluskránum sem tengjast hlutverkum leik-
skólakennara í rannsókn Saracho (1988).
HA KHÍ IBÁU DMM Lærsk. Hjorr. Mitt. Alls
Ákvarðanataka 14 30 29 30 44 28 44 219
Greining 13 19 26 38 26 25 24 171
Námskrárhönnun 16 17 20 22 22 14 21 132
Skipulag kennslu 11 20 18 15 21 14 22 121
Ráðgjöf 0 16 15 21 23 15 24 114
Námstjórn 2 10 16 10 14 11 15 78
Alls: 56 112 124 136 150 107 150 835
Á töflu 2 sést að í kennsluskránum er mesta áherslan lögð á ákvarðanatöku en
minnst á námstjórn sem gæti bent til að ákvarðanataka sé talin mikilvægasta hlut-
verk leikskólakennara í kennsluskránum.
171