Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 193
GUNNAR J. GUNNARSSON
I kjölfar UMRe-rannsóknarverkefnisins komu tvö önnur rannsóknarverkefni í
Svíþjóð sem bæði beindu sjónum að börnum og tilvistarspurningum þeirra. Hið
fyrra var svonefnt BaLi-verkefni (skammstöfun fyrir Barn och livsfrágor) hófst
1973/74. Það beindist að yngri börnum en UMRe hafði gert eða börnum á forskóla-
aldri og yngstu börnum grunnskólans. Markmiðið var að kanna forsendur forskóla-
barna og barna í yngstu bekkjum grunnskólans til að skilja og takast á við spurning-
ar á sviði lífsviðhorfa. Með BaLi-verkefninu vildu menn afla aukinnar þekkingar á
tilvistarspurningum og lífsviðhorfum yngri barna til viðbótar þeirri vitneskju sem
UMRe-verkefnið hafði gefið varðandi eldri börn. I heild má segja að niðurstaðan sé
sú að börn á öllum aldri velti fyrir sér grundvallarspurningum varðandi lífið og til-
veruna, t.d. um líf og dauða, ótta og öryggi, þjáningu og samkennd, ábyrgð og sekt,
og að slíkar spurningar séu þeim mikilvægar.
Hið síðara kom síðan í kjölfar BaLi-verkefnisins undir heitinu UBOL-verkefnið
(Utvecklingen i barns omvárldsorientering och livsáskádning). Það hófst 1978/79 og
má líta á það sem rökrétt framhald og nokkurs konar samantekt í kjölfar UMRe og
BaLi. Þar var megináherslan lögð á fræðilega hlið viðfangsefnisins. Tilgangurinn var
að skapa betri fræðilegan grundvöll fyrir rannsóknir á því hvernig tilveruskilningur
og lífsviðhorf barna þróast. Byggt var á upplýsingum sem safnast höfðu í UMRe og
BaLi og unnið áfram með þær auk þess sem viðbótarkannanir voru gerðar.38
Arið 1987 hófst enn eitt rannsóknarverkefnið í Svíþjóð þar sem lífsaðstæður og
lífsskilningur barna var viðfangsefnið. Verkefnið var nefnt Balil sem er skammstöf-
un á Barns livssituation och livstolkning.39 Á þremur árum var safnað inn efni frá
börnum á aldrinum 8-13 ára með ýmsu móti, s.s. spurningalistum, setningum sem
þau áttu að fullgera og með því að fá þau til að skrifa um tiltekin efni sem tengjast
aðstæðum og lífsskoðun þeirra.
Markmiðið var m.a. að afla aukinnar þekkingar á því hvernig börn upplifa lífs-
aðstæður sínar og hvernig það endurspeglast í tilvistarspurningum þeirra og þróun
persónulegrar lífsskoðunar. Jafnframt átti að tengja niðurstöðurnar og túlkun þeirra
við áherslur í námskrá grunnskólans og draga fram mynd af þeim þætti barnamenn-
ingar sem lýtur að lífsaðstæðum og lífsskilningi barna. Byggt var á aðferðum frá
fyrri rannsóknum, sem áður er getið, en þær þróaðar áfram.40 Niðurstöðurnar stað-
festa enn frekar ýmislegt af því sem fyrri rannsóknir höfðu Ieitt í ljós. Mikil fjöl-
breytni birtist í því hvernig nemendur á yngsta stigi og miðstigi skólans hugsa um
og íhuga grundvallarforsendur lífsins og tilverunnar og af gögnunum má draga þá
ályktun að börn velti almennt slíkum hlutum fyrir sér og glími við tilvistarspurning-
ar. Það er breytilegt eftir aldri og kyni hvernig börnin hugsa um þessi efni en marg-
ir þættir eru sameiginlegir hvað innihald varðar. Með aldrinum víkkar sjóndeildar-
hringurinn og sjá má visst forskot hjá stelpunum sem m.a. birtist í meiri áhuga á fé-
lagslegum spurningum. Mikilvægt er að rugla ekki saman færni barnanna til að
upplifa, finna til og velta vöngum og færni þeirra til að lýsa og setja í orð reynslu
sína, tilfinningar og vangaveltur. Tilvistarspurningar barnanna þarf að skoða í víð-
ara samhengi. Spurningarnar kalla á svör eða nýja leið til að orða þær. Spurningarn-
38 Nánar um BaLi og UBOL, t.d. sjá Hartman, S.G. og Petterson, S. 1980, bls. 14-19 og 138;
Ekström, U. og Odencrants, J. 1980, bls. 13-55 og Hartman, S.G. 1986.
39 Sjá Green, I. og Hartman, S.G. 1992.
40 Sjá Green, I. og Hartman, S.G. 1992, bls. 13-15.
191