Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 196
GUÐSMYND OG TRÚARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
barnanna og unglinganna og leitast við að skoða þær eftir því sem við á í ljósi þeirra
rannsókna og kenninga sem fjallað hefur verið um hér að framan. Markmiðið með
þessum hluta rannsóknarinnar var einmitt að gera sér mynd af guðstrú og guðs-
mynd barnanna og hvaða gildi trú á Guð hefur í þeirra huga. Spurningar um þetta
efni voru fjórar talsins.
Tilvist Guðs
í fyrstu spurningu spurningalistans var spurt: Telurðu að Guð sé til? Gefnir voru
þrír svarmöguleikar, þ.e. já, nei og veit ekki. Svör voru mjög á einn veg þannig að
892 eða 81,5% merktu við „já", 33 eða 3,0% við „nei" og 170 eða 15,5% við „veit
ekki". Sjá mynd 1
Þessi niðurstaða bendir til að börn telji nokkuð almennt að Guð sé til og þau
virðast gera sér einhverjar hugmyndir um hann. Þetta rímar vel við þá skoðun Ana-
Maria Rizzuto að börn í vestrænum samfélögum móti almennt með sér guðsmynd.44
Svolítill munur er á afstöðu kynjanna, einkum þannig að hlutfallslega fleiri stelpur
merkja við „já" (84,9% á móti 77,8%) en fleiri strákar við „veit ekki" (18,8% á móti
12,5%). Þetta bendir fremur til þess að efasemdir séu heldur algengari hjá strákum
en stelpum frekar en að þeir afneiti tilvist Guðs í meira mæli en þær. Einnig er mögu-
legt að stelpurnar hafi visst forskot vegna meiri áhuga á trúarlegum efnum og meiri
þátttöku í trúarlegu atferli.45
Þegar svör eru borin saman eftir bekkjum kemur í ljós ákveðin þróun eftir aldri.
Mynd 2: Telurðu að Guð sé til? Skipting eftir bekkjum.
194
44 Rizzuto, A-M. 1979, bls. 200, 208.
45 Sjá Hartman, S.G. 1992, bls.18 og Gunnar J. Gunnarsson 1999b, bls. 10-18.