Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 197
GUNNAR J. GUNNARSSON
92,4% í 5. bekk telja að Guð sé til, 81,3% í 7. bekk og í 9. bekk er hlutfallið komið nið-
ur í 72,7%. A móti fjölgar einkum þeim sem telja sig ekki vita hvort Guð sé til. Sjá
mynd 2.
Samanburður milli þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra sem búa
utan þess sýndi nánast engan mun.
Mikilvægi trúar á Guð
í framhaldi af spurningunni um tilvist Guðs voru börnin spurð um mikilvægi þess
að trúa á Guð. 1086 svöruðu því hvort þeim fyndist mikilvægt að trúa á Guð. Gefn-
ir voru fjórir svarmöguleikar: Mjög, nokkuð, lítil og ekkert. Yfirgnæfandi meirihluti
taldi það ýmist mjög eða nokkuð mikilvægt að trúa á Guð eða 91%. Sjá nánari skipt-
ingu á mynd 3.
Mynd 3: Finnst þér mikilvægt að trúa á Guð? Allir.
Ekkert
2,6%
Lltið
6,3%
Nokkuð
31,2%
Það má því draga þá ályktun að börnum á íslandi finnist mikilvægt að trúa á Guð.
Hér vekur athygli sá munur sem virðist vera á afstöðu íslenskra barna og sænskra
ef marka má niðurstöðu Balil-rannsóknarinnar. Hún sýndi að minnihluti sænskra
barna virðist trúaður og meirihlutinn mótaður af afhelgun („sekúlariseringu")
samfélagsins.41’ Þegar kynin eru borin saman kemur í ljós að hlutfallslega fleiri
stelpum þykir mikilvægt að trúa á Guð en strákum (mjög mikilvægt 63,8% á móti
55,7%; mjög+nokkuð mikilvægt 93,9% á móti 87,9%). Sjá nánar mynd 4.
I ljósi kenninga urn stiggreiningu trúarlegrar hugsunar og þróun guðsmyndar
eftir aldri þótti fróðlegt að sjá hvort afstaðan til þess hvort það sé mikilvægt að trúa
á Guð breytist milli bekkja. I ljós kemur marktækt samband (Spearman's rho fylgni
46 Green, I. og Hartman, S.G. 1992, bls. 13-15.
195