Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 202
GUÐSMYND OG TRUARHUGSUN BARNA OG UNGLINGA
Tafla 2: Hvernig er Guð? Skipting notkunar á orðum til að lýsa Guði eftir
flokkum og bekkjum
Flokkur 5. bekkur 7. bekkur 9. bekkur
1. Guð sem faðir 20,1% 23,5% 19,9% •
og skapari (N=69) (N=82) (N=81)
2. Vald, kraftur, 24,2% 31,5% 33,3%
hátign Guðs (N=83) (N=110) (N=136)
3. Guð er góður, 86,6% 78,5% 61,8%
kærleiksríkur (N=297) (N=274) (N=252)
4. Guð er vondur, 0,6% 1,1% 2,5%
ósanngjarn, reiður (N=2) (N=4) (N=10)
5. Manngerðar 16,3% 15,2% 17,2%
lýsingar á Guði (N=56) (N=53) (N=70)
6. Andlegar, óhlutb. 15,7% 22,3% 31,9%
lýsingar á Guöi (N=54) (N=78) (N=130)
7. Guð er til, 20,4% 19,8% 15,0%
raunverulegur (N=70) (N=69) (N=61)
8. Guö er ekki til. 0,6% 1,7% 5,1%
blekking, ímyndun (N=2) (N=6) (N=21)
deyr. Hlutfall þeirra sem lýsa Guði sem blekkingu og að hann sé ekki til er mjög lágt
eða álíka og hlutfall þeirra sem í fyrstu spurningu merktu við að Guð væri ekki til.
Ef horft er á mun milli kynja þá er hann mismikill. Mestur er munurinn þegar
notuð eru jákvæð hugtök um Guð, s.s. að hann sé góður, kærleiksríkur, miskunn-
samur og hjálpsamur. 80% stelpna nota slík hugtök til að lýsa Guði en tæp 70%
stráka. Hvort það hefur eitthvað að segja að hér er um að ræða hin mjúku gildi eða
hin móðurlegu einkenni guðsmyndarinnar (sbr. Erikson og Rizzuto) er ekki ljóst en
óneitanlega er freistandi að draga þá ályktun. Á hinn bóginn má benda á að þegar
kemur að notkun hugtaka sem lýsa valdi, krafti og hátign Guðs er munurinn á milli
kynjanna enginn. Til viðbótar má nefna að örlítið algengara er að strákar noti hug-
tök sem lýsa neikvæðum tilfinningum eða afstöðu til Guðs en munurinn er ekki
marktækur.
Næst mestur munur er á milli kynjanna þegar um er að ræða manngerðar lýs-
ingar á Guði. Aðeins 13% stúlkna grípa til slíkra hugtaka á meðan 19% stráka nota
þau. Ef þetta er skoðað í ljósi stiggreiningar vitsmunaþroskans og þar af leiðandi trú-
arþroskans (sbr. Piaget og Goldman) mætti draga þá ályktun að strákar séu heldur
seinni að taka út þroskann. Munurinn er hins vegar orðinn tiltölulega lítill þegar bor-
in er saman notkun kynjanna á óhlutbundnum hugtökum um Guð. Þetta verður þó
200