Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 209
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
LÚTHER, BARNIÐ OG TRÚARTRAUSTIÐ
1. Inngangur: Traustið og bamatrúin
Jafnvel pótt menn hafi ýmsa fyrirvara gagnvart kirkjunni og þvt' sem gert hefur verið í nafni
hennar um aldirnar viðurkenna margir að þeir eigi „sína barnatrú" sem þeir setja að jöfnu
við trúartraust. Það kemur því ekki á óvart að barnatrúin er stundum notuð sem óskeikull
mælikvarði í umræðum um trúmál hjá sumum Islendingum. Efeinhver ber brigður á barna-
triína er sá hinn sami litinn hornauga. Hann er kominn út fyrir velsæmismörk. Orðið
„barnatrú" hefur þetta mikla vægi vegna þess að það snertir kjarna tilveru einstáklingsins.
Við lýsum nefnilega því sem er háleitast með því að vísa til barnsins af því að barn er í vit-
und okkar óendanlega dýrmætt, einstakt og ekkert getur komið ístað þess. Barnið kallar ekki
bara eftir umhyggju heldur kennir það okkur einnig að bera virðingu fyrir lífinu. Það gefur
lífinu ómetanlegt gildi. Og þegar menn tengja trúarhugtakið við barnið eru þeir að festa í
orð innták trúar sinnar.
Það er því ekki barnaskapurinn sem orðið skírskotar til. Barnatrúin hefur ekkert með óvita-
hátt að gera. Hún byggist miklu fremur á sannfæringu fólks sem mótast af lífsreynslu þess.
En þar með höfum við þó ekki afgreitt barnið og trúna. Því t barnatrúnni felast kjarnaatriði
kristindómsins. í henni finnum við áhersluna á Krist einan, náðina eina og trúna eina, en
samkvæmt vitnisburði ritningarinnar eru þetta þrjár meginstoðir kristninnar. En í ritning-
unni er einnig áð finna fjórða þáttinn sem er bænin. Má þvísegja að barnatrúin einkennist
aftrú á Jesú Krist sem við biðjum tii ífullvissu um náð.1 2 3 Hugtakið barnatrú tengist því trú-
artraustinu órjúfandi böndum, en ekki endilega barninu og trú þess.
Til að varpa nánara Ijósi á hvernig þessir þættir tengjast saman er áhugavert að skoða það
sem Lútlier kenndi um barnið og hvernig sú umfjöllun tengdist skoðumtm hans á trú og
trausti. Sá póll var því tekinn í hæðina við samningu þessarar greinar að athuga það sem
haft er eftir Lúther í borðræðum. Kosturinn við að skoða borðræðurnar er sá að í þeim er að
finna tiltölulega afmarkað efni. í þeim fjallar Lúther tneðal annars um börn og veruleika
þeirra frá ýmsum hliðum.
2. Borðræður Lúthers
Lúther skrifaði mikið og er heildarútgáfa verka hans, Weimar-útgáfan, um 120 þykk
bindi. Borðræður Lúthers eru til nærri samfleytt frá árunum 1531-1545. Á þessum
árum var mönnum almennt orðið ljóst að siðbótin hafði fest í sessi og var komin til
að vera. En siðbótin stóð og féll ekki lengur með persónu og örlögum Lúthers sjálfs.
Línurnar í guðfræðilegum átökum ýmissa stefna voru á þessum árum orðnar tiltölu-
lega skýrar og helstu ágreiningsmálin voru komin fram milli Rómar og siðbótar-
manna annars vegar og siðbótarmanna og vingltrúarmanna hins vegar.
Hvað persónulegar aðstæður Lúthers sjálfs áhrærir höfðu einnig orðið veruleg-
ar breytingar á högum hans. Þann 13. júní 1525 hafði hann kvænst nunnunni Katar-
ínu frá Bóra. Þau hjónin settust að í Ágústínusarklaustrinu og hófu þar sinn búskap.
1 Þessi grein byggist á fyrirlestri sem haldinn var í Hallgrímskirkju 1. apríl 2001 og 8. maí
sama ár í Kirkjumiðstöð Austurlands. Sigurði Pálssyni og Brynjólfi Ólasyni eru færðar
þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar.
2 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Guöfræði Marteins Lúthers, Hið íslenska bókmenntafélag,
Reykjavík 2000, 437. 207
3 Rainer Lachmann, „Kind" Theologische Realenzyklopádie, Studienausgabe Teil II.
Bd.18 Berlín, 2000, 161.