Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 210

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 210
LUTHER, BARNIÐ OG TRUARTRAUSTIÐ Katarínu varð fljótlega ljóst að eitthvað þurfti að gera til þess að bæta fjárhag þeirra hjóna. Hún tók inn á heimilið bæði stúdenta og kennara og hafði þá í fæði. 4 Við borðhaldið var mikið rætt og tekist á um ýmis málefni líðandi stundar, svo sem guð- fræði, stjórnmál, heimilishald og fiskeldi. Er skemmst frá því að segja að við borð- haldið tóku menn upp skriffæri sín og rituðu niður það sem hraut af vörum siðbót- armannsins. Borðræðurnar eru uppfullar af heilræðum og orðatiltækjum og ýmsar setningar eftir Lúther hafa orðið að málsháttum. Elstu borðræðurnar sem hafa varðveist eru frá haustinu 1531 um það leyti þeg- ar stúdentar Lúthers taka til við að skrifa orð hans niður. Þær yngstu eru frá 1546. Þessi skrif urðu allumfangsmikil og var þeim snemma safnað saman. Um 6.950 um- mæli Lúthers hafa varðveist. Þar sem fleiri en einn heyrnarvottur var að ummælum hans eru sum þeirra til í mörgum útgáfum.5 Öldum saman hefur kenning siðbótarmannsins í borðræðunum hreyft við mörg- um mönnum. Einn fremsti sérfræðingur í lútherskum fræðum á Norðurlöndum, Finninn Tuomo Mannermaa, sagði mér eftirfarandi sögu af sjálfum sér. Hann er mik- ill dýravinur og eitt sinn þegar hann var að byrja í guðfræðinámi varð hann fyrir því óhappi að missa köttinn sinn. Mannermaa var niðurdreginn vegna þessa. Frænka hans ein, roskin og vitur kona, vildi hughreysta hann og sagði honum þá eftirfarandi frásögn sem er að finna í borðræðum Lúthers: Þegar dóttir Lúthers missti hvolpinn sinn varð hún döpur í bragði og átti erfitt með að taka gleði sína á ný. Lúther huggaði hana og sagði: „Vertu hug- hraust. Því þú mátt vera þess fullviss að þegar þú kemur til himna hafa dyr himnaríkis vart opnast uns hvolpurinn kemur hlaupandi út á móti þér með dillandi rófuna. Og hann verður í öllum regnbogans litum því við enda hvers hárs verða litlar perlur sem glampar á."6 Mannermaa fannst mikið til þessa manns koma og hugsaði með sér að guðfræð- ingur sem talaði svo fallega um dýr hlyti að hafa mikið og gott að segja. Við sjáum af þessari frásögn að það sem Lúther mælti við börn sín getur snert við fólki. Borðræðurnar eru sannkallaður fjársjóður fyrir þá sem vilja komast að því hvernig Lúther hugsaði um börn. A þeim árum sem þær eru skrifaðar eignuðust hjónin börn sín hvert af öðru og voru þau alin upp við borðið þar sem ræðurnar voru 4 Um hjúskap þeirra sjá Sigurjón Ámi Eyjólfsson, „Marteinn og Katarína Lúther," Orðið, 36. árgangur, Félag guðfræðinema 2000, 51-63. 5 D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe, Hermann Böhlaus Nachfolger, Weimar 1912-1921 (framvegis skammstafað WATR), 1, XI, XXVII. Þekkt em um 30 hand- rit nemenda og samstarfsmanna Lúthers og er fjallað um þau í formálum að WA TR. Fyrir handritafræðinga og aðra áhugasama er varðveislusaga þeirra mjög spennandi. Konrad Cordatus (1476-1546) heldur því fram að hann hafi átt fmmkvæði að því að hripa niður það sem Lúther sagði og stuttu síðar hafi Veit Dietrich (1508-1549), aðstoðarmaður Lúth- ers, gert hið sama og fylgdu síðan aðrir í kjölfarið. Veit Dietrich bjó hjá þeim hjónum í klausturbyggingunni 1529-1534 og dvaldi þar aftur 1535 og var æ síðan í nánum tengsl- um við Lúther. Handrit Veits Dietrichs af borðræðunum er talið mjög áreiðanlegt en hið sama á einnig við um önnur sem varðveist hafa. Fmmrit þessara handrita em nú glötuð en til eru mörg góð afrit þeirra. Nemendur Lúthers tóku tiltölulega snemma saman úrval af borðræðunum þar sem þær vom flokkaðar niður eftir efni. Nokkuð var um að ummæli Lúthers væm stytt í þessum útgáfum og lengri umfjallanir um margvísleg málefni hlutað- ar niður og brotunum raðað eftir mismunandi efnisþáttum. Elsta útgáfa af þessu tagi var tekin saman af Jóhannesi Aurifaber (1519-1575). Hún kom fyrst út 1566 og var margend- urútgefin. í kjölfar hennar fylgdi síðan hver útgáfan á fætur annarri. 6 Þessa frásögu sagði Mannermaa mér á þingi Lúthersfræðinga haustið 2000. Gamla kon- an hefur fellt hér saman þrjár borðræður að ég held og líklega aðlagað þær aðstæðum Mannermaa. Að baki frásögunni búa líklega borðræður WA TR, Bd. 1, nr. 1150, 567-568. WA TR, Bd. 2, nr. 2302b, 412, nr. 2584, 533. 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.