Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Qupperneq 210
LUTHER, BARNIÐ OG TRUARTRAUSTIÐ
Katarínu varð fljótlega ljóst að eitthvað þurfti að gera til þess að bæta fjárhag þeirra
hjóna. Hún tók inn á heimilið bæði stúdenta og kennara og hafði þá í fæði. 4 Við
borðhaldið var mikið rætt og tekist á um ýmis málefni líðandi stundar, svo sem guð-
fræði, stjórnmál, heimilishald og fiskeldi. Er skemmst frá því að segja að við borð-
haldið tóku menn upp skriffæri sín og rituðu niður það sem hraut af vörum siðbót-
armannsins. Borðræðurnar eru uppfullar af heilræðum og orðatiltækjum og ýmsar
setningar eftir Lúther hafa orðið að málsháttum.
Elstu borðræðurnar sem hafa varðveist eru frá haustinu 1531 um það leyti þeg-
ar stúdentar Lúthers taka til við að skrifa orð hans niður. Þær yngstu eru frá 1546.
Þessi skrif urðu allumfangsmikil og var þeim snemma safnað saman. Um 6.950 um-
mæli Lúthers hafa varðveist. Þar sem fleiri en einn heyrnarvottur var að ummælum
hans eru sum þeirra til í mörgum útgáfum.5
Öldum saman hefur kenning siðbótarmannsins í borðræðunum hreyft við mörg-
um mönnum. Einn fremsti sérfræðingur í lútherskum fræðum á Norðurlöndum,
Finninn Tuomo Mannermaa, sagði mér eftirfarandi sögu af sjálfum sér. Hann er mik-
ill dýravinur og eitt sinn þegar hann var að byrja í guðfræðinámi varð hann fyrir því
óhappi að missa köttinn sinn. Mannermaa var niðurdreginn vegna þessa. Frænka
hans ein, roskin og vitur kona, vildi hughreysta hann og sagði honum þá eftirfarandi
frásögn sem er að finna í borðræðum Lúthers:
Þegar dóttir Lúthers missti hvolpinn sinn varð hún döpur í bragði og átti
erfitt með að taka gleði sína á ný. Lúther huggaði hana og sagði: „Vertu hug-
hraust. Því þú mátt vera þess fullviss að þegar þú kemur til himna hafa dyr
himnaríkis vart opnast uns hvolpurinn kemur hlaupandi út á móti þér með
dillandi rófuna. Og hann verður í öllum regnbogans litum því við enda
hvers hárs verða litlar perlur sem glampar á."6
Mannermaa fannst mikið til þessa manns koma og hugsaði með sér að guðfræð-
ingur sem talaði svo fallega um dýr hlyti að hafa mikið og gott að segja. Við sjáum
af þessari frásögn að það sem Lúther mælti við börn sín getur snert við fólki.
Borðræðurnar eru sannkallaður fjársjóður fyrir þá sem vilja komast að því
hvernig Lúther hugsaði um börn. A þeim árum sem þær eru skrifaðar eignuðust
hjónin börn sín hvert af öðru og voru þau alin upp við borðið þar sem ræðurnar voru
4 Um hjúskap þeirra sjá Sigurjón Ámi Eyjólfsson, „Marteinn og Katarína Lúther," Orðið,
36. árgangur, Félag guðfræðinema 2000, 51-63.
5 D. Martin Luthers Werke. Kritische Gesamtausgabe, Hermann Böhlaus Nachfolger,
Weimar 1912-1921 (framvegis skammstafað WATR), 1, XI, XXVII. Þekkt em um 30 hand-
rit nemenda og samstarfsmanna Lúthers og er fjallað um þau í formálum að WA TR. Fyrir
handritafræðinga og aðra áhugasama er varðveislusaga þeirra mjög spennandi. Konrad
Cordatus (1476-1546) heldur því fram að hann hafi átt fmmkvæði að því að hripa niður
það sem Lúther sagði og stuttu síðar hafi Veit Dietrich (1508-1549), aðstoðarmaður Lúth-
ers, gert hið sama og fylgdu síðan aðrir í kjölfarið. Veit Dietrich bjó hjá þeim hjónum í
klausturbyggingunni 1529-1534 og dvaldi þar aftur 1535 og var æ síðan í nánum tengsl-
um við Lúther. Handrit Veits Dietrichs af borðræðunum er talið mjög áreiðanlegt en hið
sama á einnig við um önnur sem varðveist hafa. Fmmrit þessara handrita em nú glötuð
en til eru mörg góð afrit þeirra. Nemendur Lúthers tóku tiltölulega snemma saman úrval
af borðræðunum þar sem þær vom flokkaðar niður eftir efni. Nokkuð var um að ummæli
Lúthers væm stytt í þessum útgáfum og lengri umfjallanir um margvísleg málefni hlutað-
ar niður og brotunum raðað eftir mismunandi efnisþáttum. Elsta útgáfa af þessu tagi var
tekin saman af Jóhannesi Aurifaber (1519-1575). Hún kom fyrst út 1566 og var margend-
urútgefin. í kjölfar hennar fylgdi síðan hver útgáfan á fætur annarri.
6 Þessa frásögu sagði Mannermaa mér á þingi Lúthersfræðinga haustið 2000. Gamla kon-
an hefur fellt hér saman þrjár borðræður að ég held og líklega aðlagað þær aðstæðum
Mannermaa. Að baki frásögunni búa líklega borðræður WA TR, Bd. 1, nr. 1150, 567-568.
WA TR, Bd. 2, nr. 2302b, 412, nr. 2584, 533.
208