Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 216

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 216
LUTHER, BARNIÐ OG TRUARTRAUSTIÐ ekki eða það réði ekki við það. Börn eru mismunandi og hafa gáfur á margvíslegum sviðum og því verður að finna verkefni sem falla að þörfum hvers og eins.24 Agi og reglufesta er annað en upplausn eða ofstjórn. Lúther varar því eindregið við „hinum" öfgunum sem felast í því að láta allt eftir börnum því fátt fer eins illa með barn og hóflítil eftirlátssemi.25 Á meðan þau eru að vaxa úr grasi eru börnin í umsjá foreldra sinna og undir vald þeirra settir, en ekki öfugt.26 4. Börnin sem fyrirmyndir í trúnni Börnin lúta valdi foreldra sinna og eru í þeirra umsjá uns þau geta farið að sjá um sig sjálf. Fyrirmyndir þeirra eru foreldrarnir. Börnin eru í þessum skilningi þiggjend- ur og læra af þeim fullorðnu. Orðað með orðfæri Lúthers: „Börnin læra af þeim eldri hver veruleiki lögmálsins er. En þegar kemur að fagnaðarerindinu eru börnin á ýms- an hátt kennarar og fyrirmyndir." Því börn eru sannir meistarar í trú og trausti og snillingar í því að lifa í fyrirgefningu og náð Guðs. Trú barna og líf þeirra er best því þau hafa orð Guðs og halda sér við það. I einfaldleik sínum gefa þau Guði dýrðina og viðurkenna að hann sé sannur. Þau eru sannfærð um fyrirheit hans. En við þessir gömlu þverhausar gerum okkur lífið erfitt.og höfum í hjarta okkar kynt helvítiseld með stöðugum þrætum um orðið í staðinn fyrir að vera eins og barnið sem með hreinni trú án allra vangaveltna treystir Guði [...] ef við ætlum að verða sæl í trúnni verðum við að fylgja dæmi þeirra og halda okkur alfarið við orð Guðs. Vegna þess segir Kristur og leggur áherslu á orð sín: „Sannarlega segi ég yður: Nema að þér snúið við og verðið eins og börn komist þér aldrei í himnaríki" (Mt 18.3). Það er djöfullegt að við vegna annarlegra hugsana og viðfangsefna skulum láta leiðast í burtu frá svo skýru orði. Að við skulum halda að við finnum stoð annars staðar en í Guðs orði, einhverju sem er meira en það. I stað þess að hlusta á Guðs orð, lesa og íhuga, vegna þess að í því finnum við allt sem við þörfnumst til sáluhjálpar og öryggis í lífinu [...] Síðan leit Lúther til sonar síns og sagði þar sem hann lék sér við borðið: Þú ert kjáni Guðs, þú hvílir í náðinni og ert undir fyrirgefningu Guðs en ekki lögmáli. Þú óttast ekkert, ert öruggur og liefur ekki áhyggjur af neinu; og [í þinni trú] gerir þú þetta allt og ert alveg hrekklaus [í trausti þínu til Guðs]. [...] Börnin hafa hreina trú og traust til Guðs [...] Viljum við verða hólpin þá ættum við að taka þau okkur til fyrirmyndar og leggja allt okkar traust á [fyrirgefningar]orð Guðs.27 I mörgum borðræðum talar Lúther um það hvernig við, þessir gömlu þverhaus- ar, getum lært af börnunum að umgangast orð Guðs og fyrirheit hans í algjöru trausti. Maðurinn er valtur í trausti sínu til Guðs og fullur efa og vantrausts. Hann á svo erfitt með að sjá og trúa að fyrirgefningar- og ástarorð Guðs er talað til hans. 26 Til er kvæði í einni borðræðu eftir Lúther þar sem hann setur saman ráð sem drengir eiga að hafa í huga. Ég þýði það beint en mér er því miður ekki gefið að koma því í ljóð- form yfir á íslensku. Inntak þess er eftirfarandi í beinni þýðingu: Vertu trúr og gæt orða þinna, / Ver var gagnvart lygi. / Og lát ei letina hendur við líkamann líma. / Forðastu vondan félagsskap, / En vertu viljugur og tilætlunarsamur, / hógvær, kurteis og friðelsk- andi. / Ekki eldast um of heima, / Skilaðu öllum boðum rétt. / Lifðu með þolinmæðinni, / gættu að öllu þessu, / og þér mun blessun hlotnast. / Vertu agaður og virtu mildina. / Forðast að láta ergja þig, / vertu viljugur til verka. / Gerir þú þetta, þá lofa þig / ríkir, fá- tækir og allir aðrir. WA TR 5, nr. 5614, 277. 27 WATR 1, nr.18, 8. 214
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.