Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Side 44
42
Arbók Háskóla Islands
Vandi Háskólans á sér að hluta rætur í
framhaldsskóla og þeirri menntastefnu sem
ríkt hefur. Þar standa verknám og iðnnám í
skugga af bóknámi og njóta ekki virðingar.
Nemendur og foreldrar þeirra óttast, að verk-
menntun í framhaldsskóla leiði í blindgötu og
telja því öruggara að velja bóknámið til stúd-
entsprófs. Af viðræðum Háskólans við for-
svarsmenn iðnmenntaskóla má ráða, að ein
áhrifamesta leið til að auka veg verkmenntun-
ar í framhaldsskóla væri að opna nemendum,
sem því námi ljúka, greiðari leið til náms á há-
skólastigi en nú tíðkast. Viðeigandi náms-
brautir á háskólastigi meti þætti verkmennt-
unar og reynslu sem jafngildan undirbúning á
við ýmsa þætti, sem nú felast í almennu stúd-
entsprófi og bjóði þeim, sem ekki eru með
viðeigandi undirbúning undir tiltekið há-
skólanám, námskeið til að bæta úr því, sem á
skortir. Þessi ábending iðnmenntaskólanna er
íhugunarverð fyrir alla skóla á háskólastigi.
Verði ekkert að gert, mun háskólastigið lenda
í sama fari og framhaldsskólamir. En þar
lendir vandinn einkum á Háskóla íslands, sem
er öllum stúdentum opinn. Fyrstu merki þess-
arar þróunar eru reyndar farin að sjást. Nem-
endum Qölgar mest í þeim greinum, sem eru
beinast framhald af bóknámi framhaldsskól-
ans. Deildir Háskólans kvarta yfir ónógum
áhuga og undirbúningi stúdenta, óviðunandi
aðstæðum sínum til að sinna nemendum sem
skyldi, og brottfall er mikið í byrjun náms. Þar
sem stúdentspróf hafa ekki verið samræmd,
hafa deildir Háskólans ekki treyst sér til að
gera upp á milli nemenda við innritun heldur
tekið þann kost að leyfa öllum að spreyta sig
fyrsta misserið, en velja svo úr hópnum með
ströngum prófum. Þessi leið hefur þann meg-
inkost, að öllum er gefið tækifæri til að sanna
sig og bæta úr ónógum undirbúningi úr fram-
haldsskóla. Gallinn er hins vegar sú truflun,
sem verður á námi þeirra nemenda, sem ekki
komast áfram. Verst er þetta í heilbrigðis-
greinum, þar sem íjöldi þeirra, sem fær að
halda áfram námi, takmarkast af aðstöðu til
þjálfunar á heilbrigðisstofnunum. Þeir eru um
30 í læknisfræði af um 170, 6 í tannlæknis-
fræði af um 25,60 í hjúkrunarfræði af um 130
og 18 í sjúkraþjálfun af um 70. Þannig stöðv-
ast um 280 nemendur í námi eftir fyrsta miss-
eri, þrátt fyrir að margir þeirra hafi staðist öll
próf með góðri einkunn. Margir þeirra reyna
ár eftir ár við sama prófið, án þess að komast
áfram á þeirri braut, sem þeir kjósa. 1 lögfræði
er fjöldi þeirra, sem áfram komast, ekki bund-
inn við ákveðna tölu, en að jafnaði ná aðeins
um 70 af 180 tilskildum árangri á prófum til
að setjast á annað ár. Svipaðar tölur mætti
nefna úr öðrum námsgreinum, og í heild er
verið að ræða um vanda allt að 1.400 nemenda
eins og áður var sagt. Þetta er vandi háskóla-
stigsins, sem Háskóli íslands axlar, án þess að
vera undir það búinn. Lausn hans getur hins
vegar ekki verið mál Háskólans eins, heldur
allrar þjóðarinnar. Það væri lítill vandi að
halda Háskóla Islands uppi, ef hann einsetti
sér að taka aðeins inn bestu nemendurna.
Hann gæti fengið lagaheimild til að auka svo
faglegar kröfur við innritun, að það yrði nán-
ast undantekning, að nemanda hlekktist á í
námi. Skráðum nemendum mundi við þetta
hugsanlega fækka um fjórðung, en sá nem-
endahópur, sem ekki fengi innritun, ætti nær
engra kosta völ til háskólanáms hér á landi.
Hann væri í blindgötu. Ef við trúum á gildi
menntunar, hljótum við að telja æskilegt, að
þessir nemendur eigi kost á námi við sitt hæfi.
Það væri afturfor í menntamálum að senda þá
til annarra landa, auk þess sem það yrði tæp-
lega hagkvæmara en að búa þeim aðstöðu til
náms hér heima.
Það er af þessum ástæðum, sem Háskóli
íslands hefur ekki sóst eftir heimild til tak-
mörkunar, heldur hvatt til þess, að betur verði
hugað að uppbyggingu annarra skóla á há-
skólastigi, sem byðu annars konar nám en hið
fræðilega háskólanám á vegum Háskóla ís-
lands. Allt nám Háskólans er þannig vaxið, að
fyrst er lagður traustur fræðilegur grunnur,
áður en námið sveigist að þjálfún til sérhæfðs
starfs eða rannsókna og lokaprófi með alþjóð-
legri viðmiðun eftir 3 til 4 ár hið skemmsta.
Það er hinn fræðilegi grunnur, sem reynist
mörgum stúdentum ofviða eða á ekki við þá.
Þeim gæti hins vegar vegnað ágætlega í öðru
háskólanámi, sem legði minni áherslu á fræði-
legan grunn og rannsóknir, en beindist þegar í
upphafi að verkmenntun og þjálfun til starfa.
Vísa að sliku námi er að finna í öðrum skólum
á háskólastigi, en þeir bjóða hins vegar mun
færri námsgreinar og geta aðeins tekið á móti
fáum nemendum. Meginfjöldinn á ekki annan