Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Qupperneq 48
46
Árbók Háskóla íslands
rannsóknum. Hvergi er að finna jafnmikirm
fjölbreytileika í þekkingu á einum stað hér á
landi sem innan Háskólans. Vandinn er að
virkja hann í samstarfi við aðra skóla og rann-
sóknarstofnanir, sem vilja helga sig þessum
málefnum. Hið sama á við málefni sjávarút-
vegs og matvælavinnslu. Þessi málefni eru
svo mikilvæg framtíðarefni fyrir þjóðina alla,
að Háskóli Islands hefur talið sér skylt að
sinna þeim og mun ekki leiða þau hjá sér.
Hann hlýtur að hvetja nemendur sína til að
veita þeim athygli og beina áhuga þeirra að
verðugum viðfangsefnum. Þar verða Háskól-
inn og aðrir skólar og rannsóknarstofnanir að
ná skynsamlegu samstarfi og verkaskiptingu.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskólans
um árangur ykkar í námi. Háskólinn er metinn
eftir menntun þeirra, sem frá honum koma,
hvort sem það er til ffekara náms i öðrum há-
skóla eða til starfa í þjóðfélaginu. Við vonum,
að ykkur farnist vel og þið berið héðan stað-
gott vegarnesti.
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita
ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá viðbót-
armenntun, sem þið kunnið að kjósa og hann
megnar að veita. Við þökkum ykkur ánægju-
legt samstarf og samveru og óskum ykkur og
fjölskyldum ykkar gæfu og gengis á komandi
árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 17. júní 1996
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
menntamálaráðherra, Björn Bjarnason og
frú Rut Ingólfsdóttir, kœru kandídatar, holl-
vinir og aðrir gestir, ágœtir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur velkomin til brautskráning-
ar á þjóðhátíðardegi 17. júní, sem jafnframt
var stofndagur Háskóla Islands á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar árið 1911.
Enn fögnum við með æskufólki, sem náð
hefur markmiði sínu eftir strangt nám. Við
flytjum ykkur kandídötum velfarnaðaróskir
Háskólans og vonum, að sú menntun og
kunnátta, sem þið hafið öðlast hér, verði ykk-
ur drjúgt vegamesti. Framtíð okkar íslend-
inga sem þjóðar veltur ekki síst á menntun og
færni til starfa.
Það er vissulega fríður hópur, sem við
fógnum hér i dag. Nú telur hann 490 manns
auk 67, sem lokið hafa viðbótarnámi og fá
skírteini sitt afhent við annað tækifæri. Ef
með eru taldir þeir, sem brautskráðust fyrsta
vetrardag og á miðjum þorra, verða kandí-
datar á þessu háskólaári alls 786, auk 105,
sem luku viðbótamámi.
Mörgum býsnar þessi fjöldi, og þau orð
heyrast, að unga kynslóðin sé að verða of-
menntuð. Erfitt verði að finna störf við hæfi
þessa velmenntaða fólks í þjóðlífi okkar.
Sókn ungs fólks í nám er þó ekki nýtilkomin.
Prófessor Jón Torfi Jónasson hefur rannsakað
þróun skólasóknar hér á landi á þessari öld.
Hann dregur þá ályktun af sínum gögnum, að
sókn í nám hafi fylgt sama veldisferli alla
öldina og ekki séu nein merki um frávik frá
þeirri reglu. Breytingar á lögum og aðrar að-
gerðir stjórnvalda hafi fremur verið til að
laga skólakerfið að orðnum veruleika en til
að breyta þessari veldisþróun. Um 1950 luku
um 10 af hundraði í árgangi tvítugra pilta
stúdentsprófi. Um 1970 vom þeir orðnir 20,
1990 um 40, og þeir munu verða um 60 af
hundraði á fyrsta áratugi næstu aldar. Stúlkur
em hlutfallslega fleiri. Af þeim munu 70 - 80
af hundraði í árgangi tvítugra ljúka stúdents-
prófi á fyrsta áratugi næstu aldar. Auk þess
færist í vöxt, að eldri árgangar komi aftur til
náms og Ijúki stúdentsprófi. Það er því ljóst,
að fjöldi þeirra, sem gæti sóst eftir námi á há-
skólastigi stefnir í 60 af hundraði árgangs
upp úr aldamótum. Þessi þróun skólasóknar
er ekki afbrigðileg fyrir Island heldur er hún
í góðu samræmi við þá þróun, sem átt hefur
sér stað með öðrum þjóðum. Unga fólkið
skilur kall tímans, en berum við foreldrarnir
gæfu til að skilja, hvert stefhir og hvernig búa
skal því starfsskilyrði hér á landi?
Við höfum einnig ástæður til þess að hafa
áhyggjur af annarri kynslóð, þeirri, sem hætti
skólagöngu, þegar skólaskyldu lauk. I þjóð-
félögum, sem við mælum okkur við, er þró-
un á þann veg, að þeim störfum fækkar, sem
þurfa litla undirstöðu í menntun, en flest ný