Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 68
66
Árbók Háskóla íslands
ar beina sérstökum þakkarorðum til stúdenta,
sem hafa með málefnalegri baráttu og já-
kvæðum starfsanda lagt drjúgan skerf til
framfara. Þeim orðum beini ég einnig til
þeirra 4.800 kandídata, sem brautskráðir hafa
verið á síðustu sex árum og eru nú við störf í
nær öllum greinum þjóðfélags okkar. Við
ykkur, kandídatar, eru bundnar miklar vonir.
Háskólinn er metinn eftir menntun þeirra,
sem frá honum koma, hvort sem það er til
frekara náms í öðrum háskóla eða til starfa í
þjóðfélaginu. Við vonum, að ykkur farnist
vel og þið berið héðan staðgott vegarnesti.
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita
ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá við-
bótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa og
hann megnar að veita. Þar vil ég sérstaklega
hvetja ykkur til starfa í hollvinafélögum, sem
nú hafa verið stofnuð í flestum deildum Há-
skólans og gefa ykkur kost á að njóta alls
þess, sem samfélag Háskólans hefúr að bjóða
með almennri fræðslu, símenntun og menn-
ingarviðburðum, jafnframt því sem þið veit-
ið Háskólanum ráð og stuðlið að endurbótum
í starfsemi hans.
Við þökkum ykkur ánægjulegt samstarf
og samveru og óskum ykkur og fjölskyldum
ykkar gæfu og gengis á komandi árurn. Guð
veri með ykkur.
Rektoraskipti 5. september 1997
Ávarp Sveinbjörns Björnssonar
fráfarandi rektors
Forseti Islands, forsetafrú, forsœtisráðherra,
forseti Hœstaréttar, biskup íslands, rektor el-
ectus, Páll Skúlason, starfsmenn, stúdentar
og hollvinir Háskóla íslands, ágœtir gestir.
Það hefur verið meginstyrkur og gæfa Há-
skóla íslands, að stúdentar jafnt sem starfs-
menn hafa staðið óskiptir að baki kjömum
oddvita sínum. Þótt þrætubókarlist hafi
snemma orðið námsgrein í Skálholtsskóla og
þyki enn aðalsmerki faglegrar umræðu, hefur
samfélag Háskólans virt gjörðir rektors og
stutt hann með heilindum í starfi. Þegar ég lít
nú til baka yfir 6 ára feril í rektorsstarfi, er mér
efst í liuga þakklæti til þeirra, sem með mér
hafa starfað, jafnt starfsmanna sem stúdenta
og samstarfsmanna í ráðuneytum og þjóðlífi.
Öll höfum við sama markmið, að gera Há-
skóla Islands að betri háskóla, sem þjónar
þjóðinni allri. Margt hefur þar áunnist, sem
vert væri að rekja, en hér verður aðeins stikl-
að á stærstu steinum.
Haustið 1991 var erfitt í ríkisbúskap og
draga þurfti saman í rekstri ríkisstofnana. Há-
skólinn varð þar að axla jafnar byrðar og aðr-
ir, þótt hann væri ekki vel undir það búinn. Á
þremur undanförnum árum hafði nemendum
fjölgað úr 4.300 í rúm 5.200, án þess að þeim
fylgdu auknar fjárveitingar. Þeim vanda hafði
verið mætt með ítrustu hagræðingu, en nú
varð að grípa til niðurskurðar, sem einkum
bitnaði á þjónustu við nemendur og fjöl-
breytni þess náms, sem þeim var boðin. Þess-
ar þrengingar gerðu mönnum ljóst, að til
lengri tíma litið er það eitt brýnasta hags-
munamál Háskólans að fá samræmi milli
þeirrar skyldu, sem honum er gerð með lögum
að veita viðtöku til náms öllum stúdentum,
sem til hans sækja og þeirra fjárveitinga, seni
kennslunni eru ætlaðar. Samanburður við er-
lenda háskóla sýnir, að verulega skortir á fjár-
veitingar til að geta veitt stúdentum sambæri-
lega þjónustu og þeir njóta við erlendu háskól-
ana. Þegar þar við bætist, að fjárveiting eykst
ekki sem nemur fjölgun nemenda, getur Há-
skólinn ekki til lengdar tryggt nemendum
þjónustu, sem stenst erlendan samanburð.
Prófin taka mið af alþjóðlegum kröfum-
Minni þjónusta við hvern nemanda gerirþeim
erfitt að standast þessar kröfur, og fleiri tefjast
í námi eða hverfa frá því án árangurs.
Annað áhyggjuefni Háskólans haustið
1991 varafkoma Happdrættis Háskólans. Þvi
var upprunalega einungis ætlað að standa
undir kostnaði við nýbyggingar fyrir Háskól-
ann, en það hefur á seinni árum einnig staðið
undir öllu viðhaldi húsa og kaupum á rann-