Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 298
296
Árbók Háskóla íslands
gerðu Landsbókasafni og Háskólabókasafni
ókleift að veita þá þjónustu, sem talin er nauð-
synleg hveiju upplýstu þjóðfélagi. Þjóðbóka-
safn á að þjóna öllum almenningi, sem þarf
sífellt að endumýja þekkingu sína með sjálfs-
námi og námskeiðum, eftir að hann hefur
lokið skólagöngu. Það var því sérstakt gleði-
efni, að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar setti sér
það markmið haustið 1991, þrátt fyrir harðindi
í ríkisbúskap, að ljúka gerð Bókhlöðunnar á
50 ára afmæli lýðveldisins 1994, og við það
var staðið með prýði. Stúdentar sýndu einnig
lofsvert fmmkvæði, sem vakti þjóðarathygli
með söfnun sinni á fé til kaupa á bókum. Með
glæsilegum húsakynnum og stórbættri þjón-
ustu er mikið fengið, en á hvílir sá skuggi, að
bókakostur er langt undir því marki, sem kraf-
ist er við háskóla, sem leggur áherslu á rann-
sóknamám. Eitt mikilvægasta skrefið til
bættrar þjónustu var þó stigið með kaupum á
tölvukerfinu Gegni, sem Háskólinn kostaði og
tekið var í notkun árið 1991.
Jafnréttismál og málefni fatlaðra
í apríl 1995 skipaði háskólaráð milli-
fúndanefnd um jafnréttismál. Nefndinni var
falið að undirbúa tillögur fyrir ráðið um
mörkun stefnu í jafnréttismálum og fram-
kvæmd hennar. Nefndin skilaði tillögum í
maí 1996. 1 ágúst sama ár var nefndinni falið
að vinna nánar að stefnu Háskólans með eft-
irfarandi samþykkt: „Háskólaráð felur milli-
fundanefnd um jafnréttismál að gera sér-
stakar tillögur um hvernig uppfyllt verði
afmörkuð ákvæði í þingsályktun frá 1993 um
aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna.
Áhersla verði lögð á þessi atriði: a) að jafna
aðstöðu og laun karla og kvenna innan
Háskólans þar sem óréttmætur munur er fyrir
hendi, b) að jafna aðild kynja að stjórn
Háskólans, c) að móta leiðir til að taka á kyn-
ferðislegri áreitni, d) að tryggja jafna aðstöðu
kvenna og karla til náms. Nefndinni er einnig
falið, í samráði við Námsráðgjöf og starfs-
mannasvið, að stýra vinnuhópi, sem hugar að
réttindamálum fatlaðra og annarra hópa, sem
kunna að eiga undir högg að sækja í námi eða
starfi innan Háskólans. Nefndin skal gera
grein fyrir kostnaði við framkvæmd tillagna
sinna og sýna valkosti í því efni. Þegar þessu
starfi lýkur tekur háskólaráð ákvörðun um
heildarstefnu og varanlegri skipan fram-
kvæmdar jafnréttismála innan Háskólans.'
Nefndin skilaði áliti, sem nefndist
Aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna innan
Háskóla Íslands, dags. 16. apríl 1997. Meðal
aðgerða, sem nefndin lagði til, var gerð jafc-
réttisáætlunar, stofnun jafhréttisnefndar og
jöfnun aðstöðu og launa karla og kvenna.
Háskólaráð samþykkti einróma að skipa jafc-
réttisnefnd, sem hefði umboð til að vinna að
jafnréttismálum í víðum skilningi, rneðal
annars á grundvelli jafnréttislaga og með
hliðsjón af tillögum nefndarinnar. Nefndinni
bæri að vinna sérstaklega að því, að jaforett-
islögum yrði framfylgt innan Háskólans-
Rektor var falið að setja henni erindisbréf,
sem byggði á skýrslu millifundanefndar um
jafnrétti kynjanna. Erindisbréfið var sam-
þykkt í háskólaráði 12. júní 1997.
Á vormisseri 1995 dvaldi dr. Sue Kroeger
frá Minnesotaháskóla hér sem ráðgjafi Nams-
ráðgjafar Háskólans og undirbjó stefnurnörkun
Háskólans um málefni fatlaðra. í tillögurn
hennar var íjallað um aðstoð við þá og skipu-
lag bygginga og háskólasvæðisins með tilhti
til fatlaðra. Háskólaráð samþykkti þessar till-
ögur 15. júní 1995. í samþykktinni segirm. a ••
„Háskólinn liðsinnir fotíuðum stúdentum og
leitar úrræða í samræmi við þarfir þeirra, eftir
því sem við verður komið hverju sinni. For-
sendan er, að þeim sé tryggt jafnrétti til nams-
Til fötlunar teljast andlegir og líkamlegU
veikleikar sem skerða sjón, heyrn og hreyt1"
getu, sértækir námsörðugleikar og varanlegir
sjúkdómar. Aðstoð við fatlaða skal á engau
hátt fela í sér, að dregið verði úr eðlilegum
námskröfum, enda er tilgangur aðstoðar a
veita fotluðum sambærileg tækifæri og öðrum
til að nýta hæfileika sína.“ Samþykktinn1
fylgdu boðleiðir og viðbrögð, stefnumið og
tilmæli. Námsráðgjöf Háskóla íslands v‘jr
falin umsjón með þjónustu við fatlaða stu
enta og að vera athvarf þeirra í skólanum-
vegum bygginga- og tæknisviðs skólans
skyldi gera úttekt á háskólasvæðinu, tn 3
stæðum og byggingum með tilliti til fatlam
Á grunni áætlunar um úrbætur verði fmm
kvæmdum raðað í forgangsröð og árlega
unnið að endurbótum samkvæmt henni. Ar
1996-1997 voru rúmlega 100 nemendur
með
fotlun eða sérþarfir í umsjón Námsráðgjafor'