Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 316
314
Árbók Háskóla íslands
hefur harðnað mjög. Kemur þar tvennt til.
Ymsum félagasamtökum er heimilað að reka
ígildi peningahappdrættis, og áhugi á venjuleg-
um flokkahappdrættum hefur dvínað. Kaup-
endur vilja vita strax, hvort þeir hafa unnið eða
ekki. Svar H. H. í. við þessu er Happaþrennan
og Gullnáman. An þeirra hefði H. H. í. ekki
haldið velli á markaðinum.
Auk nýframkvæmda hefur allt viðhald á
húsum Háskólans verið fjármagnað með happ-
drættisfé undanfann 15 ár, ef undan er skilið 15
m. kr. framlagtilÁmastofnunarvegnaviðgerð-
ar. Húsum heíur fjölgað og þau eldast. Reynt
hefur verið að halda húsum Háskólans við, van-
ræksla getur leitt til ófyrirsjáanlegra útgjalda.
Þá hafa öll tækjakaup verið fjármögnuð af
happdrættisfé. Áður fyrr voru það næstum ein-
göngu rannsóknartæki, en á tímum tölvutækni
hefúi allnokkuð runnið til kennslutækja í tölvu-
verum auk nets til gagnaflutninga. Þegar stjóm-
vold beina síðan öðmm stofhunum, sem hafa
sjálfstæðan fjárhag samkvæmt fjárlögum, með
óskir sínar um tækjakaup til Háskólans, þá er
ljost, að minna verður ef'tir til nýframkvæmda. í
ritinu Háskóli íslands, fiamvinda ogframfarír
1985-1991 var skýrt frá tengslum Byggingar-
nefndar við stjómvöld. Þar var lýst ferli
nýframkvæmda um ráðuneyti og Fram-
kvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, nú
Framkvæmdasýsla ríkisins. Engin breyting
hefur orðið þar á. Öll samskipti Byggingar-
nefndarinnar og embættismanna ráðuneyta og
annarra ráðamanna, sem fjalla um byggingar-
mál Háskólans, hafa verið mjög hreinskiptin og
með miklum ágætum.
Brynjólfur I. Sigurðsson.
Fjármálanefnd 1991 -1997
Störf og viðfangsefni
Fjármálanefnd Háskóla íslands er skipuð
fimm mönnum. Tveir menn eru kosnir af há-
skólaráði, og tveir eru tilnefndir af rektor, og
er skipunartími þeirra allra til tveggja ára j
senn. Fimmti nefndarmaður er háskólaritari,
og er hann fastamaður í nefndinni. Eins og
segir í erindisbréfi Fjármálanefndar er henni
meðal annars ætlað að:
a) taka við fjárlagatillögum deilda, stofnana
og stjórnsýslueininga og móta þær á
grundvelli stefnumörkunar rektors og há-
skólaráðs;
b) forgangsraða nýmælum og óskum um
nýjar stöður;
c) fylgjast með afgreiðslu menntamálaráðu-
neytisins og fjárlaga- og hagsýslustofnun-
ar á fjárlagatillögum skólans;
d) gera tillögur til rektors og háskólaráðs um
skiptingu fjárveitinga;
e) móta vinnureglur varðandi undirbúning
að fjárlagatillögum;
f) móta vinnureglur varðandi innra eftirl't
með fjárútlátum.
Á árinu 1991 voru í nefndinni þeir Eirík-
ur Rögnvaldsson, Jón Torfi Jónasson, PéW
Maack, Þórður Harðarson og Gunnlaugui H-
Jónsson, háskólaritari, sem jafnframt var
formaður nefndarinnar. Um áramótin 1991-
1992 komu Gísli Ágúst Gunnlaugsson og
Örn Helgason í nefndina í stað Eiríks og
Péturs, og jafnframt var Örn skipaður f°r'
maður. Um áramótin 1992-1993 tóku Björn
Þ. Guðmundsson og Hörður Filippusson vi
af Jóni Torfa og Þórði. Næstu mannaskiph
urðu sumarið 1995. Talið var heppijegr®
með tilliti til samfellu í nefndarstarfi, a
skiptin færu fram að sumri. Það sumar to
Kristján Búason við af Gísla Ágústi, en seta
Arnar var framlengd um tvö ár, jafnfra111
því sem hann gegndi áfram nefndarfor
mennsku. Sumarið 1996 komu í nefndm3
Einar Ragnarsson og Ingjaldur Hannibas
son í stað þeirra Harðar og Björns. Hörðu
vann þó áfram fram að áramótum við undir
búning að svonefndu reiknilíkani um ran11^
sóknir og sat fundi með samstarfsneín
ráðuneyta um reiknilíkan og sammng .
stjórnun. Fram til vordaga 1997 var Sk1