Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 328
326
Árbók Háskóla íslands
Opið hús og námskynningar
Umsjón með Opnu húsi hefúr verið eitt af
fostum verkefnum Kynningamefndar frá upp-
hafi, sbr. erindisbréf. Opið hús eða námskynn-
ing hefur jafnan verið í mars ár hvert. Mark-
mið með því er að veita almenningi innsýn í
starf Háskólans og nemendum, sem hyggja á
nám, upplýsingar um námsfyrirkomulag og
námskröfur. Starfsmenn Námsráðgjafar,
deildarstjóri upplýsingadeildar eða sérstak-
lega ráðnir starfsmenn hafa jafnan haft umsjón
með Opnu húsi. Lengst af hefur Kynningar-
nefnd falið Námsráðgjöf að annast námskynn-
ingar, sem hafa verið haldnar sjálfstætt eða í
tengslum við Opið hús. Samkvæmt tillögum
Námsráðgjafar bauð Háskólinn öllum skólum
á efri stigum að taka þátt í námskynningu, og
hefur sú samvinna staðið frá 1989. Fyrst um
sinn var kynningin haldin undir sama þaki,
Læknagarði og Þjóðarbókhlöðu, en síðustu ár
hefur hún verið haldin í skólum víða um borg-
ina. 1 stað þess að kynna hvern skóla fyrir sig,
var tekin upp sú nýjung að kynna nám í svo-
kölluðum kjörnum, en innan hvers kjarna er
skyldum greinum raðað saman. Þessi kynn-
ingarleið lá einnig til grundvallar við útgáfu
bókarinnar Nám ú íslandi, sem að stóðu Kynn-
ingamefnd og Bóksala stúdenta. Ritstjóri bók-
arinnar var Pétur Óskarsson, sem naut lið-
styrks Námsráðgjafar Háskóla íslands.
Kynningarfundir
Fundir með starfsmönnum: í samráði
við rektor beitti Kynningarnefnd sér fyrir, að
haldnir voru tveir fundir í janúar 1995 með
starfsmönnum Háskólans í hátíðarsal. Ýmis
hagsmunamál starfsmanna og innri skipu-
lagsmál voru til umræðu. Háskólarektor og
starfsmenn stjórnsýslu gerðu grein fyrir
ýmsum nýjungum í starfsemi skólans.
Fundir með alþingismönnum og
menntamálaráðherra: Arið 1995 var
ákveðið að halda árlega kynningar- og rabb-
fundi með alþingismönnum og ráðherrum í
samráði við rektor. Sá fyrsti var haldinn með
menntamálanefnd og fjárlaganefnd Alþingis i
nóvember 1995 i fundarsal Reykjavíkur
Apóteks. Þar fluttu m. a. rektor og formenn
þriggja nefnda háskólaráðs ávörp, og í fram-
haldi af því voru almennar umræður. Haustið
1996 var haldinn samsvarandi fundur með
menntamálanefnd Alþingis í Háskólanum.
í byrjun janúar 1996 var Birni Bjarnasyni,
menntamálaráðherra, boðið í heimsókn í Ha-
skólann til kynningar á nokkrum stofnunurn
hans. Seinni hluta janúar sama ár var þing-
mönnum Reykjavíkur og Reykjaness boðið til
umræðufundar undir kjörorðinu „Hlutverk
Háskóla Islands í atvinnusköpun á höfuðborg-
arsvæðinu." í febrúar 1996 var síðan haldinn
fundur með þingmönnum landsbyggðarinnar
um „Hlutverk Háskóla íslands í atvinnusköp-
un á landsbyggðinni." Báðir fundirnir meo
þingmönnum voru haldnir í fúndarsal >
Reykjavíkur Apóteki og þóttu takast vel.
Fjölmiðlaheimsóknir: Frá haustinu 1993
hefur starfandi fjölmiölafólki árlega verið
boðið í heimsókn í Háskólann. Kynnt hata
verið þau málefni skólans, sem Kynningar-
nefnd í samráði við rektor hefur talið mik*>'
vægt að kynna í fjölmiðlum. Jafnan er byrjaö
á heimsóknum á rannsóknarstofur eða þjon'
ustustofnanir og endað á fundi með rektoF
þar sem málin eru rædd frekar. Árangur a
fundunum hefur verið góður og hefúr skiia
sér í umQöllun í flölmiðlum um þau mál,senl
kynnt hafa verið hverju sinni. Ennfremur
hafa skapast tengsl við fjölmiðlafólk og auk-
inn skilningur á málefnum Háskólans.
Sjónvarpsefni
Myndbönd um deildir Háskóla íslands-
Síðasta myndbandið um deildir og nnnl*
brautir Háskóla íslands var um lyfjafræði ly
sala. Það var sýnt á Stöð 2 í apríl 1993, en pa
hafði Kynningarnefnd látið útbúa samtals ^
myndbönd um deildir skólans, og höfðu Pa
þá öll verið sýnd á Stöð 2 samkvæmt sanW
ingi. Myndböndin eru mikið lánuð ut J
Námsráðgjöf Háskólans, en einnig hafa P‘þ
verið send í bókasöfn framhaldsskóla °S
fræðsluskrifstofur. i
Myndbönd - Vísindin efla alla da< •
samvinnu við Ríkissjónvarpið stóð KynmnS
arnefnd fyrir gerð sjónvarpsþátta um n
störf þjóðþekktra háskólamanna. Fyrsti p
urinn var um dr. Sigurbjörn Einarsso^
biskup, og nefndist „Hugsandi trú.“ Þátturi
var i umsjón Jóns Orms Halldórsson ’
dósents. Annar þáttur fjallaði um Sigurö ^
arinsson, prófessor, og nefndist „Fjolu„.
draumar". Umsjón með þeim þætti hafð> _
urður Steinþórsson, prófessor. Loks var g
ur þáttur um prófessor Þóri Kr. Þórðars