Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 366
364
Árbók Háskóla íslands
Háskólabíó 1988-1997
Eignarhald
Eigandi Háskólabíós með öllum gögnum
og gæðum er sjálfseignarstofnunin Sáttmála-
sjóður, en hann var stofnaður á grundvelli
sambandslagasamnings milli íslands og Dan-
merkur og 14. gr. sambandslaga nr. 39/1918.
Stofnframlag til hans í upphafi kom frá ríkis-
sjóði Danmerkur. Háskólaráð fer með yfir-
stjóm sjóðsins skv. 3. gr. stofnskrár. Það
ákvað þann 17. október 1941, að sjóðurinn
skyldi koma á fót, eiga og reka kvikmynda-
húsið Tjarnarbíó. Var það talin hagkvæm að-
ferð til að ávaxta fé sjóðsins og forða því, að
það yrði verðbólgu stríðsáranna að bráð.
Arið 1961 fluttist kvikmyndahússreksturinn
til hins nýreista Háskólabíós, er einnig var í
eigu Sáttmálasjóðs. Háskólaráð hefur ávallt
kosið sérstaka stjóm til að sjá um rekstur
bíósins. Þá er fjárhagur þess aðskilinn frá
Sáttmálasjóði.
Helstu starfsþættir
Gerð verður grein fyrir megindráttum í
starfsemi Háskólabíós árin 1988- 1997, en
henni hafa ekki áður verið gerð skil í Árbókum
Háskólans. í byrjun þessa tímabils var ráðist í
viðbyggingu við Háskólabíó. Með viðbygg-
ingunni voru sameinaðar hugmyndir þriggja
aðila um aukið húsrými. Háskólann hafði
lengi skort kennsluhúsnæði fyrir stóra hópa
nemenda í fjölmennum deildum, og hann
hafði byrjað á 9. áratugnum að nota eina sal
bíósins til kennslu, þótt hann væri í stærra
lagi. Háskólabíó hafði í rekstri sínum á 8. og
9. áratugnum átt undir högg að sækja, vegna
þess að fjölsalir reyndust hagkvæmari rekstr-
areiningaren einn stórsalur. Slík kvikmynda-
hús höfðuðu betur til áhorfenda með breiðara
úrvali og uppfylltu betur óskir erlendra birgja,
um að fleiri myndir kæmust að 1 einu og hver
þeirra yrði sýnd lengur en áður. Afleiðingin
varð í raun aukin samkeppni, þar sem yfir-
burðir fjölsalarekstrar urðu skýrir. Háskóla-
bíó brást við á tvennan hátt. Að hvetja til þess,
að byggt yrði við húsið og með því að taka á
leigu kvikmyndahúsið Regnbogann. Fyrst var
allt húsið tekið á leigu, en síðan 2 salir, er nær
dró því, að hinir nýju salir Háskólabíós kæm-
ust í notkun.
Þá var með viðbyggingunni orðið við ósk
Landsbanka íslands um stærra húsnæði fyrir
Vesturbæjarútibú hans, sem verið hafði í bíó-
byggingunni frá upphafi. Fyrsta skóflustunga
viðbyggingarinnar var tekin 27. ágúst 1987.
Þann 24. janúar 1990 var fyrsti kvikmynda-
og kennslusalurinn tekinn í notkun. Húsið var
vígt og tekið í fúlla notkun 31. mars 1990. I
viðbyggingunni, sem er 3.833 fermetrar, eru
þrír salir á jarðhæð, sem taka í sæti 328, 224
og 159 manns, en í kjallara er salur með 92
sætum. Aukið framboð á sölum og sæturn
varð til þess, að starfsemin innan húsbygging'
arinnar Háskólabíó tók stakkaskiptum. Mest
áberandi var hún í kennslustarfsemi, því að
ekki leið á löngu, þar til nýir salir voru
fúllnýttir til kennslu frá kl. 8 að morgni fram á
síðdegi. Má leiða líkur að því, að frá hausti til
vors hafi heimsóknir nemenda 1 húsið farið
langt fram úr heimsóknum kvikmyndagesta.
Að öðru Ieyti fór mest fyrir hefðbundnum
kvikmyndahúsarekstri í hinu stækkaða bíói-
Fjölgun gesta varð ekki eins mikil og aukið
sætaframboð gaf til kynna vegna kvik-
myndasýninga í öðru kvikmyndahúsi eins og
áður hefur verið greint frá. Voru árlegar heim-
sóknir á kvikmyndasýningar um 250-300 þús-
und að meðaltali yfir það tímabil, sem hér er
fjallað um. Markaðshlutdeild var um 23-25 /«
afaðsókn kvikmyndahúsa í Reykjavík. Stefna
Háskólabíós var að vera ekki einungis með af-
þreyingarmyndir, heldur skyldi boðið upp 3
gæðamyndir frá ýmsu löndum. Var það ger|
með svokölluðum mánudagsmyndum fyrst 1
stað og rekstri kvikmyndaklúbbs síðar, auk
þess sem minni salir bíósins gáfu kost á a
hafa slíkar myndir á almennum sýningat
tímum. Þá eru ótaldar hinar fjölmörgu kvik-
myndahátíðir, sem efnt var til í bíóinu í nam1
einstakra landa í samvinnu við sendiráðþe>rr®
og menningaryfirvöld. Er á engan hallað, p°
fullyrt sé, að Háskólabíó hafi verið eina kvi ’
myndahúsið á landinu, sem kerfisbund1
bauð upp á gæðamyndir. Þá er rétt að minna a,
að það hefur verið kappsmál flestra íslenskra
kvikmyndaframleiðenda að frumsýna kvi
myndir sínar í Háskólabíói. Má segja, að
ið hafi verið eins konar flaggskiþ vl^.
myndasýninga og kvikmyndagerðar á ls arl ’
enda státaði enginn af jafnvönduðunt ogs
um sal og 1.000 manna salnum frá 196