Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Blaðsíða 376
374
Árbók Háskóla íslands
mark sitt á starfsemi Háskólabókasaíns 1992-
1994. Starf samstarfsnefndar um Þjóðarbók-
hlöðu, sem stofnað var til 1987, lá niðri um
skeið, en nefndin var endurskipulögð og hóf
störf að nýju á miðju ári 1990. Formaður
hennar var Egill Skúli Ingibergsson. Aðrir
nefndarmenn voru, frá Háskólabókasafni
Einar Sigurðsson og Sveinbjörn Björnsson,
prófessor, frá Landsbókasafni Finnbogi Guð-
mundsson og Nanna Bjarnadóttir, deildar-
stjóri, og frá menntamálaráðuneytinu Stefán
Stefánsson, skrifstofustjóri. Nefndin vann
m. a. að áætlun um verkefni fram undan vegna
samruna safnanna tveggja og flutnings í nýja
byggingu, einnig að skipuriti fyrir hið nýja
safn og að endurskoðun rýmisskrár og for-
sagnar um innréttingu hússins.
Frá 1. febrúar 1992 var Einar Sigurðsson,
háskólabókavörður, leystur frá daglegri
stjórn safnsins til að geta helgað sig alfarið
forsagnargerð um nýbygginguna, vinnu með
hönnuðum og skipulagsmálum nýs safns. Að
tilhlutun stjórnar Háskólabókasafns var efnt
til málþings unr Þjóðarbókhlöðu 20. október,
en meðal þátttakenda var Ólafúr G. Einars-
son, menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra skipaði Samstarfs-
nefnd um nýtt þjóðbókasafn með bréfi dags.
26. janúar 1993, og leysti hún af hólmi eldri
samstarfsnefnd. Ráðherra setti nefndinni
erindisbréf, þar sem henni er m. a. ætlað að
leggja hönnuðum til forsagnir, hafa forgöngu
um og samhæfa vinnu í söfnunum tveimur,
gera tillögur til ráðuneytisins um, hvemig
sameining þeirra skuli fara fram í einstökum
atriðum, taka saman áætlun um rekstur og
fjármögnun starfseminnar í nýju safni og
skila áliti um einstaka efnisþætti vegna und-
irbúnings laga og reglugerðar um hið nýja
safn. Formaður nefndarinnar var Egill Skúli
Ingibergsson. Aðrir nefndarmenn voru, frá
Háskólabókasafni Þórir Ragnarsson og Þor-
steinn I. Sigfússon, frá Landsbókasafni Finn-
bogi Guðmundsson og Ögmundur Helgason,
frá menntamálaráðuneytinu Stefán Stefáns-
son. Ritari nefndarinnar var Einar Sigurðs-
son.
A vegum Samstarfsnefndarinnar var m.a.
tekin saman greinargerð um stöðu og starf-
semi Landsbókasafns og Háskólabókasafns
(útg. 1993). Greinargerð þessi var jafnframt
prentuð sem fylgiskjal með lagafrumvarpt
um hina nýju stofnun.
Samstarfsnefndin skipaði alls átta starfs-
hópa með þátttöku úr báðum söfnum og fékk
þeim erindisbréf. Starfshópunum var einkum
ætlað að leggja hönnuðum til lokaforsagnir
vegna innréttinga og búnaðar. Lög um hw
nýja safn i Þjóðarbókhlöðu voru samþykk'
28. apríl 1994 (lög nr. 71/1994). Hlaut stofn-
unin heitið Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn.
Flutningar á ritakosti í bókhlöðuna hófust
í ársbyrjun 1994, þótt byggingarfram-
kvæmdum væri ekki enn lokið. Fyrst voru rit
flutt í kjallara hússins, en um haustið var
farið að flytja ritakost á aðrar hæðir.
tengslum við flutninga voru haldnir fúndtr
hálfsmánaðarlega með deildarstjórum ur
báðum söfnum um flutningamálin og ýmts-
legt, sem varðaði frágang rita og samrasm-
ingu starfshátta.
Að flutningum var staðið með þeim hæht,
að rit voru flutt smám saman, en ekkt oU
einu átaki. Ritakostur var þess vegna að hluta
til í gömlu húsakynnunum, en að hluta
fluttur í bókhlöðuna. Komið var á fót f]aI
þjónustu, sem fólst í því, að umbeðin rit voiu
sótt í bókhlöðuna, þegar á þurfti að halda.
Útlánastarfsemi féll því aldrei niður á áruru
1994, þótt bókaflutningar væru í fuhn111
gangi- , „ afn
Landsbókasafn íslands - Háskólabokas< ^
var opnað með sérstakri hátíð 1. desem
1994. Var framkvæmdum þá í stórum
dráttum lokið. Starfsemi hins nýja safns ho s
2. desember 1994.
Einar Sigurðsson,
Þórir Ragnarsson.