Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 390
388
Sérnám í heimilislækningum
Samkvæmt gildandi reglugerðum um
almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi er
læknum heimilt að afla sér sérmenntunar
með því að vinna í ákveðinn tíma á viður-
kenndum sjúkrahúsdeildum og í heiisugæslu.
Ekki hefúr verið krafa um skipulagt starfs-
nám með handleiðslu eða fastar námsstöður.
Kaflaskil urðu svo í þessari sögu árið 1995.
Heilbrigðisráðuneytið og læknadeild skrif-
uöu þetta ár undir samning um fastar náms-
stöður í heimilislækningum. Heilbrigðisráðu-
neytið lagði til fé til greiðslu á grunnlaunum
og launatengdum gjöldum tveggja náms-
lækna og beitti sér fyrir því að alla frekari
ljárveitinga til námsins (2,3). Á sama tíma
var gefin út Marklýsingfyrir framhaldsnám i
heimilislœkningum á vegum Félags íslenskra
heimilislækna (4). Fyrstu íslensku námslækn-
arnir hófú síðan nám samkvæmt nýju ráðing-
arformi og marklýsingu á innihaldi námsins.
Jóhann Ág. Sigurðsson, dr. med.
Júlí 2006.
Heimildir
1) Jóhann Ág. Sigurðsson. Heimilislœknisfrœði.
Verkefni og framvinda 1991. Háskóli íslands -
Læknadeild 1992.
2) Sigurðsson JA. Fjeldsted K. Heimilislækningar
hérlendis. Sögulegur aðdragandi að sérnámi
Lœknaneminn, 2004;55:8-9.
3) Svavarsdóttir, AE, Guðmundsson GH, Sigurðsson
JA. Sérnám í heimilislækningum á íslandi. Lœkna-
neminn, 2004;55:16-19.
4) Stefansson Ó, Sigurðsson JA, Jónsson JS, Dungal
L, Ólafsson L. Marklýsing fyrir framhaldsnám í
heimdislœkningum, 1. útgáfa (Guidelines forPost-
graduate Education in Family Practice, lst ed.).
Félag íslenskra heimilislækna, Reykjavík 1995.
____________________Árbók Háskóla íslands
Heimspekistofnun Háskóla ís-
lands 1991-1997
Heimspekistofnun Háskóla íslands var
sett á laggirnar með reglugerð árið 1982.
Hlutverk
í reglugerð Heimspekistofnunar segir
m. a., að hlutverk hennar sé;
Að vera vettvangur rannsókna í heimspeki-
legum fræðum.
Að vera til ráðuneytis um kennslu, námsefni
og próf í heimspeki í skólum landsins og
stuðla með öðrum hætti að eflingu heim-
spekilegra fræða á íslandi.
Að annast útgáfu ritverka á fræðasviði sínu.
Að veita starfsmönnum stofnunarinnar og
gestum fyrirgreiðslu við rannsóknir.
Að gangast fyrir ráðstefnum, umræðufund-
um, námskeiðum, fýrirlestrum og annarri
starfsemi, sem starfsvið stofnunarinnar
varðar.
Að hafa samvinnu við aðila innan Háskólans
sem utan um rannsóknir í heimspeki og
annast samskipti við rannsókna- °2
fræðslustofnanir í heimspekilegum fr®d-
um við aðra háskóla.
Starfsaðstaða
Heimspekistofnun hefúr aðsetur í Aðal-
byggingu Háskóla íslands. Þangað sækja
heimspekinemar margvíslega þjónustu, sem
varðar nám þeirra heima og erlendis. Auk
þess er þar skrifstofúaðstaða fyrir þá aðila.
sem starfa að rannsóknum eða námskeiðum a
hennar vegum.
Starfslið og stjórn
Samkvæmt reglugerð telst starfslið stofn-
unarinnar vera fastir kennarar í heimspeki i
heimspekideild, gistikennarar, sérfræðmgim
stúdentar og styrkþegar, sem vinna að tíma
bundnum rannsóknarverkefnum eða kenns u.
Stjórn stofnunarinnar er skipuð þremur
mönnum, tveimur fastráðnum kennurum.
sem heimspekideild kýs til tveggja ára í sC1
og einum heimspekinema, sem heimspe
stúdentar velja úr sínum röðum til eins ars^
senn. Heimspekideild velur annan kennaran^
til formennsku í stjórn Heimspekistofúuna ,
og er hann jafnframt forstöðumaður hennar.