Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 411
409
ftennsóknar- oa þjónustustofnanir
^iginleikar glútaþíón-peroxídasa: endur-
bættar aðferðir til mælinga á virkni en-
s'nisins
Markmið þessa verkefnis er að greina á
m'U' virkni ensímsins glútaþíón-peroxidasa
(kiSH-Px) og ósérhæfðrar peroxídasavirkni
nemóglóbíns í rauðum blóðfrumum með ein-
faldri og áreiðanlegri aðferð. Niðurstöður eru
Pær> aö heppilegt sé að mæla virkni ensíms-
lns 1 blóði með og án dímerkaptósúkksínats,
sem er sérhæfður ensímhindrari. Niðurstöður
>ða nú birtingar í alþjóðlegu tímariti.
^lginleikar glútaþíón-peroxídasa: gerð
griPgreiningarsúlu til sérhæfðrar hreins-
u«ar á glútaþíón-peroxídasa
Markmið rannsóknanna er að auðvelda
reinsun GSH-Px með gripgreiningu (affinity
c æomatography). Ensímið hefur verið hreins-
a<' að hluta til á jónasúlu í mun stærri stíl en
aður. I þessu skrefi fæst um 50-föld hreinsun.
luthreinsaö ensímið hefur síðan verið notað
■ð hreinsunartilraunir á gripgreiningarsúlu.
'Penisillamínsúla hefúr reynst mjög vel,
mestöll ensímvirknin situr á súlunni, og unnt
er að ná henni af með glútaþíón-skolun. Svo
V'rðist sem einungis litist fyrir einu eða
eimur próteinum í rafdrætti í þeirri lausn,
Se,r> skolast út með glúaþíóni. í þessu skrefi
a^st um 450-föld hreinsun, og skila þessi tvö
y.’cf því saman um 22.000-faldri hreinsun.
rkni glútaþíón-peroxídasa hefúr einnig ver-
metin í Microplate reader, nýju tæki, sem
sParar tíma og auðveldar úrvinnslu gagna.
31 athyroid hormone related peptíð
ugangur þessarar rannsóknar er að þróa
' 'aðferð með þeirri sérhæfni og næmni,
Crn barf, til þess að greina parathyroid related
eptide í blóði sjúklinga, en talið er líklegt, að
v Preite'n geti með hormónavirkni sinni
a . ð hækkun kalsíumsfyrks í blóði krabba-
i^einssjúklinga. Slíkt próf yrði ómetanlegt
j, 'lega séð og gæti reynst hagnýtt við sjúk-
0lT>s-greiningu. Tvenns konar mæliaðferðir
ru reyndar, RIA og DELFIA.
'tamínrannsóknir
si i' /anns°knir á D-vítamínbúskap í mönnum,
skU 11111 °g heilbrigðum. Mat á B-vítamínbú-
P með kóensímavirkjunarmælingum.
Samvinnuverkefni Lífefnafræðistofu við
ísteka hf. og áður G. Ólafsson hf. um líf-
efnavinnslu og líftækni
Samstarfsverkefni ísteka (G. Ólafsson) og
Lífefnafræðistofu hafa í aðalatriðum verið
sem hér segir: Þróun vinnsluaðferðar og
mælingaraðferðar fyrir hormónið equine
chorionic gonadotrophin (PMSG); þróun fyl-
prófs fyrir hryssur, þróun aðferða til vinnslu
próteina úr hryssublóði, m. a. transferrins og
fíbrónektins (í samvinnu við finnska fyrir-
tækið Provivo); grundvallarrannsóknir á gerð
PMSG og þróun aðferða til bestunar á heimt-
um hormóna úr hryssuplasma.
Einfalt fylpróf
Verkefnið miðar að því að þróa einfalda
gerð af fylprófi, sem byggist á mælingu frjó-
semishormónsins equine chorionic gonadó-
trópin (PMSG) í fylfullum hryssum.
Hlutverk sykra í virkni frjósemishormóns-
ins equine chorionic gonadótrópin
Verkefnið miðar að því að þróa milda að-
ferð til að ná óskemmdu frjósemishormóni
(PMSG) af mótefnaskilju og skoða byggingu
þess, m.a. með hjálp sykurskeriensíma. Til-
gangurinn er að reyna að átta sig á samspili
byggingar og tvöfaldrar virkni (lutropin/folli-
tropin) PMSG.
Um birtingu efnis frá ofangreindum rann-
sóknum í tímaritum og bókum vísast til Rita-
sb'ár háskólakennara 1991-1994.
Kynnisferð til Nýja-Sjálands
í rannsóknarleyfi á vormisseri 1993 ferð-
aðist Hörður Filippusson til Nýja-Sjálands til
þess að kynnast þar rannsóknarstofnunum og
fyrirtækjum í lífefnavinnslu og öðlast skiln-
ing á þeim vandamálum, sem við er að glíma
við vinnslu verðmætra efna úr vefjum dýra,
einkum sláturdýra og vinnslu þeirra í miklu
magni sem söluvöru. Ritaði hann skýrslu um
ferðina, Kynnisferð til Nýja-Sjálands 1993,
útg. Rvk. 1993. í skýrslunni greinir Hörður
frá heimsókn sinni til fjölda fyrirtækja á
Nýja-Sjálandi, sem vinna aukaafúrðir úr
vefjum sauðfjár og nautgripa.