Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Síða 445
443
.Rannsóknar- og þjónustustofnanir__________
fnetnar eftir bólusetningar í 12 ára bekkjum
grunnskólanna síðustu 20 ár. Níutíu og fimm
Prósent þeirra 13 ára stúlkna, sem voru
mældar í sömu prófúnum eftir bólusetningu
12 ára, höfðu há mótefni eins og aðrir eldri 12
ára árgangar höfðu, þegar þeir voru mældir.
Þegar þessu verkefni lauk og þessi lélegi
árangur varð augljós ákváðu heilbrigðisyfir-
völd að seinka endurbólusetningu með þrí-
gilda bóluefninu til 12 ára aldurs og hætta
rauðuhundamælingunum í skólaheilsugæsl-
unni. Þessi ákvörðun mætti mikilli andstöðu í
hópi skólahjúkrunarfræðinga, sem höfðu
nnnið lengi og samviskusamlega að rauðu-
hundavörnuni íslenskra kvenna. Á þessar
raddir var auðvitað ekki hlustað. Mikið er
unnars auðveldara að brjóta niður en að
hyggja upp. Það er enginn að útrýma rauðum
hundum á heimsvísu þessa dagana og far-
a>drar i illa bólusettu fólki eru þekkt fyrirbæri.
Gaman hefði verið að sjá faglegt höfuð
Kvennadeildar Landsspítalans, þáverandi for-
Sela læknadeildar, taka afstöðu með þeim,
sem vildu halda forrannsóknunum áfram í
skólum og auðvelda þannig áhættumatið á
ófrískum konum í sýkingahættu í framtíðinni.
Einn læknanemi vann 4. árs rannsóknar-
verkefni úr rauðultundavinnunni og hafði áður
lært að gera visnu-mæðibóluefni með styrk úr
nÝsköpunarsjóði námsmanna. Undirrituð flutti
tvö erindi um tilraunimar með visnu-mæði-
hóluefnið hér innanlands og erindi á þingi evr-
épskra veirufræðinga í Glasgow árið 2000.
Lokaorð
, hegar þetta er ritað, hefur undirrituð
sýslað með veirur í hálfa öld og nær allan
P3nn tíma verið starfsmaður Háskóla ís-
ands. Veimr eru bráðskemmtilegar lífverur,
sérstaklega af því að maður getur aldrei
a*Veg reiknað út, hvað þær muni gera næst,
eg það er freistandi að skemmta sér í þeirra
.é'agsskap, á meðan heilsan endist. Háskól-
',nn er ekki jafn freistandi vinnustaður, ef
astand hans helst óbreytt. Hann verður að fá
tull 0g óskoruð yfirráð yfir starfsaðstöðu
Pe'rra, sem hann hefur í vinnu, þannig að
ekki sé hægt endalaust að traðka á þeim
starfsmönnum hans, sem holað hefur verið
'nður til rannsókna og kennslu um víðan
v°ll. Við, eldri starfsmenn, sem höfum reynt
a° hyggja upp þekkingu kringum kennara-
stola okkar, eigum rétt á því, að störf okkar
séu auglýst og veitt öðrum, áður en við
verðum að láta af þeim fyrir aldurs sakir, á
þekktum degi, sjötugsafmælinu. Það er skítt
að sjá ævistarfið lenda í öskutunnunni, af
því að enginn með sambærilega menntun
tekur við því. Við höfum ekki öll eytt
árunum í að naga blýanta, þó að þeir hætti
sáttastir við ástandið, sem það hafa gert. Það
rnyndi heldur ekkert skaða, þó að álhausar
núverandi stjórnvalda bráðnuðu upp til agna
og í staðinn kæmu hausar, sem skildu, að
nær væri að verja almannafé í þekkingar-
leit og nýsköpun heldur en óafturkræfar
skemmdir á náttúru landsins.
Ég var svo heppin, að minn eftirmaður,
Karl Kristinsson, bakteríufræðingur, sem var
skipaður tæpu ári, eftir að ég lét af störfum,
hefur hýst bóluefnistilraunirnar og mig með
sínu fólki og verkefnum. Þannig hefur tekist
að ljúka Kýpurverkefninu, sem er nú senn á
enda. Við eigum ekki öll víst, að eftirmenn
okkar, sem ef til vill koma úr allt öðrunt
þekkingargeira, þoli okkar óloknu verkefni
svona vel. Hafi Karl Kristinsson bestu þakkir
fyrir aðstöðuna og ánægjulegt samtarf.
Starfsmenn 1994-1999:
Margrét Guðnadóttir, prófessor
Hildur Valgeirsdóttir, náttúrufræðingur
Ragnhildur Kolka, meinatæknir
Anna Kristgeirsdóttir, aðstoðarmaður
Karin Bernhardsson, læknanemi
Aðalbjörg Björgvinsdóttir, læknanemi
Anna Kjartansdóttir, læknir
Ritað 2006, Margrét Guðnadóttir, fv.
prófessor í sýklafræði við læknadeild.