Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Qupperneq 489
487
jjgrinsóknar- pq biónustustofnanir
felst útvíkkun á starfseminni, og að styrkari
stoðum er rennt undir reksturinn. Þrátt fyrir
a<"' rekstrarstyrkur sem Rannsóknaþjónustan
f®r vegna þessa verkefnis dugi engan veginn
fyrir þeim kostnaði, sem lagt hefur verið í, er
nnkilvægt, að þessi þjónustustofnun Háskóla
Islands sé virkur þátttakandi.
Lconardó da Vinci áætlunin
I upphafi árs 1995 hófst Leonardó da
^inci starfsmenntaáætlun ESB. Menntamála-
raðuneytið gerði sérstakan samning við
i annsóknaþjónustu Háskólans um rekstur
andsskrifstofu fyrir áætlunina, en slíkar
skrifstofur eru reknar í þeim löndum, sem
eiga aðild að áætluninni. Samningurinn fól í
aer, að stjórn Sammenntar sæi um faglega
Þattinn, en Rannsóknaþjónustan bæri rekstr-
arlega ábyrgð á skrifstofunni. Jafnframt
ylgdi árlegt framlag til rekstursins frá
raenntamálaráðuneytinu. í framhaldi þessa
Var gerður sérstakur samningur við fram-
kvæmdastjórn ESB um rekstur Landsskrif-
stofu Leonardó, og greiðir ESB rúmlega
elrning rekstrarkostnaðar, en gerir í staðinn
rajög ákveðnar kröfur um verkefhi, sem
skrifst0fan þarf að sinna.
Tilkoma landsskrifstofunnar breytti mjög
rekstrarumh verfi Rannsóknaþj ónustunnar,
v1 ráðnir voru fjórir nýir starfsmenn til að
S|rina þeim verkefnum, sem samningurinn fól
ser- A nokkrum mánuðum fjölgaði starfs-
m°nnum úr þremur i sjö og fljótlega enn
meira. Það krafðist aukins húsnæðis, upp-
yggingar á tölvukosti og innri skipulags-
reytinga. Jafnframt jókst sveigjanleiki skrif-
sl°íunnar og möguleiki á að sinna þjónustu-
hlutverki sínu til muna.
Hin nýja starfsmenntaáætlun ESB,
eonardó da Vinci, fól i sér mikla aukningu
moguleika fyrir íslendinga á sviði starfsþjálf-
Unar- Fyrir Háskóla Islands hefur mest
munað um síaukin umsvif í mannaskiptum.
U-'rri 40 nemendur á háskólastigi fóru í
^ arfsþjálfun í evrópsk fyrirtæki 1995-1996,
°8 er áætlað, að svipaður fjöldi fari á tímabil-
1111 1996 til 1997. Rúmlega helmingur þess-
3ra stúdenta er frá Háskóla íslands.
Aukið sjálfstæði og fjölbreytt verkefni -
Rannsóknaþjónustan frá 1996
Samhliða þeim breytingum, sem raktar
eru hér að framan, áttu sér stað breytingar í
nánasta unthverfi Rannsóknaþjónustunnar.
Frá 1988 hefur Rannsóknaþjónustan verið til
húsa í Tæknigarði, sem reistur var í samstarfi
Háskóla íslands, Reykjavíkurborgar, Þróun-
arfélags íslands, Iðntæknistofnunar og Sam-
taka iðnaðarins. Til að reka garðinn var
stofnað sérstakt fyrirtæki, Tækniþróun hf.,
sem jafnframt hafði það hlutverk að fjárfesta
í vænlegum sprotafyrirtækjum. Þar sem erfitt
reyndist að halda úti slíkum rekstri, leiddu
viðræður milli Tækniþróunar hf., Tæknigarðs
hf. og Rannsóknaþjónustunnar til þess, að
Rannsóknaþjónustan tók að sér rekstur Tækni-
garðs og framkvæmdastjórn fyrir Tækni-
þróun. Tekið var við þessum nýju verkefnum
í ársbyrjun 1996.
Rekstur Tæknigarðs er umfangsmikið
verkefni, enda er Tæknigarður 2.500 m2 að
flatarmáli og eru 1.500 m2 ætlaðir til leigu til
einstaklinga og fyrirtækja, sem stunda
nýsköpunarstarfsemi á sviði hugvits- og
tækniiðnaðar. Herbergi af ýmsum stærðum
eru leigð út í Tæknigarði til lengri eða
skemmri tíma til fyrirtækja og einstaklinga.
Þá eru fundarsalir og vel búin veitingastofa í
húsinu, sem gefur kost á að halda fundi eða
kynningar með veitingum. Húsið er í eigu
hlutafélags, sem Háskóli íslands á aðild að,
en stofnsamningar kveða svo á, að Háskólinn
eignist húsið á 25 árum - enda leggur skólinn
fram nokkurt fé árlega umfram aðra hluthafa.
Framkvæmdastjóri Rannsóknaþjónustunnar
er jafhframt framkvæmdastjóri hlutafélags-
ins, en auk þess er starfrækt húsfélag, sem sér
um sameiginlegan rekstur.
Þjónustumiðstöð starfs- og námsráðgjafa
Annað þjónustuverkefni, sem Rannsókna-
þjónustunni var falið að sinna, hófst einnig í
ársbyrjun 1996, en það er rekstur Þjónustu-
miðstöðvar fyrir náms- og starfsráðgjöf.
Reksturinn er nátengdur rekstri Landsskrif-
stofu Leonardó da Vinci, enda er fjármögn-
unin með svipuðu sniði og úr sömu áætlun.
Markmið Þjónustumiðstöðvarinnar er annars
vegar að efla náms- og starfsráðgjöf á Islandi
og hins vegar að veita náms- og starfsráð-