Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Side 533
531
Rannsóknar- og þjónustustofnanir
Lokaniðurstaða í umræðu um húsnæðis-
fnálin var, að Skjalasafnið fengi aftur Péturs-
borg, sem var hin upprunalega skjalageymsla
skrifstofu Háskólans. Pétursborg, sem er
undir sviði hátíðarsalar í Aðalbyggingu, er
nefnd í höfuðið á Pétri Sigurðssyni, sem var
háskólaritari á árunum 1929-1963. Skjala-
geymslan var tekin í gegn, lokað var sex
gluggum og settar eldþolnar rúður í þá
gíugga, sem fá að halda sér. Geymslan er
nokkuð lítil, liðlega 55 m2, en til að nýta
fymið fengust skjalaskápar á brautum, sem
nta renna þétt saman, og taka þeir um 300
hillumetra af skjölum. Flutningur í hina nýju
geymslu hófst sumarið 1997. Auk þess fékk
Skjalasafnið tvö herbergi fyrir framan Pét-
ursborg, lítið herbergi fyrir skjalavörð og
stærra herbergi, þar sem unnt er að flokka og
skrá skjöl, og sem má nota fyrir lessal.
Einnig hefur verið rætt, að Skjalasafnið þurfi
geymslu fyrir skjöl, sem á að eyða, og komu
greina svonefndar „katakombur", þ. e.
rymi undir anddyri Aðalbyggingar, en það er
°ðum að fyllast. Þessi lausn á húsnæðismál-
Urn Skjalasafnsins er óefað mesta framfara-
sPor í málefnum safnsins á liðnum árum.
* mis verkefni
Skjalavörður hefur auk þess unnið að
nokkrum öðrum verkefnum, en sum þeirra
nlla ekki beint undir Skjalasafnið.
Skjalavörður Háskólans hefur verið í
stJÓrn og nefndum Félags um skjalastjórn og
tekið þannig þátt í umræðu um skjalamál hér
a landi. Hann hefur einnig verið fulltrúi Há-
Kolans í norrænu háskólasamstarfi á sviði
skjalamála á Norðurlöndum.
Frá háskólanum í Lundi kom fv. skjala-
^orður, Ants Viirsalu, sem ættaður er frá Eist-
andi. Vann hann í sex vikur við Skjalasafnið
1 mars og apríl 1996 á grundvelli norrænnar
samvinnu eða svokallaðs „nordiskt tjanstem-
annautbyte.“ Þrátt fyrir að kunnáttuleysi í ís-
ensku hamlaði honum nokkuð, þá var hann
tnikill nákvæmnismaður og vann m. a. upp
jkm yfir málaflokka í bréfasafni rektors
84-1995. Slík skrá nýtist við leit að skjöl-
um í safni rektors.
Magnús Guðmundsson.
Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi 1990-1997
Afhending handrita frá Danmörku
Þann 21. apríl 1996 efndi Árnastofnun til
hátíðarsamkomu í Háskólabíói til að minnast
þess, að þá voru liðin 25 ár frá heimkomu
fyrstu handritanna frá Danmörku; samkom-
unni var útvarpað. - Afliendingu handrita til
íslands frá Danmörku, sem staðið hafði yfir
frá 21. apríl 1971, lauk 19. júní 1997 við at-
höfn í hátíðarsal Háskóla íslands, þegar Kjell
Mollgárd, rektor Kaupmannahafnarháskóla,
afhenti Sveinbirni Björnssyni, rektor Há-
skóla íslands, tvö síðustu handritin, sem flutt
voru frá Danmörku: AM 237 a fol., tvö varð-
veitt blöð úr predikanasafni skrifuðu á 12.
öld, e. t. v. það elsta, sem til er skrifað á ís-
lensku, og AM 227 fol., annað aðalhandrit
Stjórnar, þýðinga úr Gamla testamentinu
með skýringum; það handrit er frá miðbiki
14. aldar og hefúr að geyma fegurri lýsingar
(skreytingar) en flest önnur handrit íslensk.
Alls höfðu þá verið afhent frá Danmörku
1.666 handrit, 1.345 fornbréf og 5.942 forn-
bréfauppskriftir úr Árnasafni, auk 141 hand-
rits úr Konunglegu bókhlöðunni.
Stjórn stofnunar
Rektor Háskóla íslands er formaður
stjórnar stofnunarinnar. Sveinbjörn Björns-
son tók við formennsku af Sigmundi Guð-
bjarnasyni 1991 og gegndi henni til 1997, en
þá tók Páll Skúlason við. Árni Gunnarsson,
stjórnarmaður, skipaður af menntamálaráð-
herra, lét af því starfi 1995, en Sigurður Lín-
dal tók sæti í stjórninni í hans stað.
Starfsfólk
Ólafur Halldórsson, fræðimaður, lét af
störfum fyrir aldurs sakir 1990. Gísli Sig-
urðsson var ráðinn sérfræðingur við þjóð-
fræðideild Árnastofnunar 1990 og Margrét
Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugs-
son voru ráðin sérfræðingar árið 1992. Jónas
Kristjánsson, fyrsti forstöðumaður Árna-
stofnunar, lét af störfum fyrir aldurs sakir á
miðju ári 1994, og tók Stefán Karlsson við
starfi forstöðumanns. í árslok 1995 létu Eva
Líndal, fulltrúi á skrifstofu stofnunarinnar, og
Tómas Oddsson, næturvörður, af störfum