Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1997, Page 574
572
Árbók Háskóla l'slands
Kverkfjöllum var mæld með hitaskanna úr
flugvél haustið 1993 og mælingarnar síðan
endurteknar ári seinna, svo að hægt yrði að
kortleggja þær breytingar, sem orðið höfðu á
virkni svæðanna á árinu. Kolbeinn Árnason,
Ásmundur Eiríksson, Hákon Ó. Guðmunds-
son og Vilhjálmur Þorvaldsson unnu að þessu
verkefni í samstarfi við Norrænu eldfjalla-
stöðina.
Urvinnsla fjarkönnunargagna frá ERS-1
gervitunglinu fyrir ís- og jöklarannsóknir:
Verkefnið var hluti af fjölþjóðlegu rannsókn-
arverkefni, sem fól í sér athugun á nýjum
gögnum, einkum radarmyndum, frá fyrsta
evrópska fjarkönnunar gervitunglinu, ERS-1.
Geimferðarstofnun Evrópu (European Space
Agency, ESA) studdi verkið með því að
leggja til fjarkönnunargögn endurgjaldslaust.
I verkefninu var leitast við að nota ERS-1
gögnin til þess að greina og fylgjast með
ýmsum einkennum og fyrirbærum á yfir-
borði íslenskra jökla og mæla stærð jöklanna
og breytingar á þeirn. Kolbeinn Árnason,
Asmundur Eiríksson og Jón Atli Benedikts-
son unnu við þetta verkefni í samstarfi við
jöklafræðinga á jarðeðlisfræðistofu Raunvís-
indastofnunar Háskólans og ESA.
Þróun mæliaðferða til notkunar við reglu-
bundnar fjarkönnunarrannsóknir á ís-
landi: Unnið var að þróun mæli- og
úrvinnsluaðferða til notkunar við reglu-
bundnar Ijarkönnunarrannsóknir hér á landi.
Verkefnið fól í sér úrvinnslu myndgagna,
sem aflað er við margvíslegar rannsóknarað-
stæður, þar sem tækninni er ýmist beitt við
mælingar yfir landi eða sjó. Niðurstöður
voru kynntar á ársfundi Orkustofnunar 1994.
Kolbeinn Árnason, Jón A. Benediktsson,
Ásmundur Eiríksson, Vilhjálmur S. Þor-
valdsson og Hákon Ó. Guðmundsson unnu
að verkefninu í samstarfi við Orkustofnun,
Landsvirkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, Hita-
veitu Suðurnesja, sveitarfélög á suðvestur-
Iandi og Hafrannsóknastofnunina.
Hitamyndataka af Surtsey: Markmið verk-
efnisins var að afla nákvæmra gagna um hita-
stig á yfirborði Surtseyjar með fjarkönnun úr
flugvél. Nákvæmt hitastigskort af eyjunni er
mikilvæg viðbót við aðrar rannsóknir, sem
þar hafa verið gerðar og getur jafnframt
aukið gildi eldri athugana. Kortlagning á
dreifingu yfirborðshitans gerir einnig kleift
að fylgjast með frekari kólnun eyjarinnar
með því að endurtaka mælingarnar síðar.
Þetta verkefni var unnið í samstarfi við Nátt-
úrufræðistofnun íslands (dr. Svein Jakobs-
son).
Fjarkönnunarmælingar á uppgræðslu-
svæðum Landsvirkjunar á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiði: Stærð og gróðurþekja
uppgræðslusvæða Landsvirkjunar vegna
Blönduvirkjunar var mæld með fjarkönnun-
arbúnaði Upplýsinga- og merkjafræðistofu-
Niðurstöður voru birtar í skýrslu til Lands-
virkjunar og í fjölriti Rala nr. 151 (Ingvi Þor-
steinsson o. f!.). Kolbeinn Árnason og
Ásmundur Eiríksson unnu við verkefnið i
samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnað-
arins (Rala).
Mælingar á gróðurþekju á Eyjabökkum-
Flatarmál gróins lands, sem fara átti undir
vatn í fyrirhuguðu Eyjabakkalóni var mælt ur
flugvél með áðurnefndum tækjabúnaði.
Skýrslu með niðurstöðum mælinganna var
skilað til Landsvirkjunar, sem kostaði rann-
sóknirnar, en verkið unnu Kolbeinn Árnason
og Ásmundur Eiríksson.
Hreindýratalningar á fyrirhuguðu virkjun-
arsvæði við Kárahnjúka: Markmið verkefn-
isins var að þróa búnað og aðferðir til þess a
telja og staðsetja hreindýr (með GPS-stýringu
myndatökubúnaðar) á 200 km2 stóru svæ i
sunnan Kárahnjúka og fylgjast síðan me
fjölda dýranna á talningarsvæðinu me
árvissum talningum úr flugvél. Kolbemn
Ámason og Ásmundur Eiríksson hafa ha
þetta verkefni með höndum, sem kostað er a^
Landsvirkjun. Árlegar skýrslur um niðurstoöu
talninganna hafa verið sendar Landsvirkjun.