Hlín - 01.01.1951, Page 64
62
Hlin
Góð bók.
Fyrir jólin í vetur koni út bók, sem nefnist Sigurður
Guðmundsson, málari. — Það er bók, sem við konurnar
eigum að kaupa. — Þetta er skrautverk, gullfalleg bók,
sem hæfir minningu þessa góða og mikla manns, sem var
svo mikill ættjarðarvinur, að hann „hefði blóði feginn fáð
hvern flekk af hennar skildi“, eins og skáldið segir.
Sigurður lagði svo traustan grundvöll að þjóðbúning-
unum okkar, að þessi 80 ár hefur þar engu þurft að breyta
eða um að bæta, en margar þjóðir eiga í megnri baráttu
við afkáralegar breytingar á þjóðbúningum sínum. —
Öllum ber saman um, að þjóðbúningar okkar sjeu falleg-
ir og stílhreinir, og íslenskar konur liafa virt verk Sigurð-
ar málara á þann veg að lofa búningunum að vera óbreytt-
um frá hans hendi.
Jón Auðuns, dómkirkjuprestur, sá um útgáfu bókar-
innar. Hún er gefin út af H.f. Leiftur, Reykjavík. (Ljós-
prentuð í Lithoprcnt). Verð kr. 65.00.
Bókina prýða fjölmargar myndir og teikningar eftir
Sigurð, bæði mannamyndir og fjölmargir uppdrættir
gerðir fyrir þjóðbúninginn.
Þeir eiga miklar þakkir skilið, þeir góðu rnenn, sem
gáfu þessa bók út. En það þarf að gera meira. — í Þjóð-
minjasafninu eru geymdar fjölda margar fleiri teikningar
eftir Sigurð af íslenskum blómum til skreytingar skaut-
búningsins, bæði á samfellur og skauttreyjur. — Útgef-
endurnir munu líka liafa hug á að koma þessum gersem-
um fyrir almennings sjónir, þó síðar verði. — En ekki má
það vera seinna en þegar nýja Þjóðminjasafnið verður
vígt. — Það væri virðulegt og minningu Sigurðar sam-
boðið, að uppdrættirnir lians gullfallegu, af íslenskum
blómum, yrðu notaðir á ýrnsan hátt til skreytingar nú-
tímahannyrðum, en til þess að hagnýta þá þannig þarf
listamannshendur.
Þegar Þjóðminjasafnið verður vígt, þurfa íslenskar kon-