Hlín - 01.01.1951, Síða 74
72
Hlín
haldnir um ýms atriði. — Síðari hluta dags fengum við
hvíld frá þingstörfum. Var ákveðið að sýna okkur hið
gamla heimili Björnstjerne Björnson, Aulestad í Gaus-
dal. Þar er nú hið gamla íbúðarhús þeirra hjóna varð-
veitt sem næst í þeirri mynd sem það var, þegar Caroline
Björnson rjeði þar ríkjum. — Öllum myndum og göml-
um munum frá þeirra búi hefur verið safnað saman og er
nú varðveitt til minnis um mikilmennið og skáldið Björn-
stjerne Björnson. — Aulestad er nú eign norska ríkisins.
Síðan var ferðinni haldið áfram inn í eystri Gausdal,
þar sem kvenfjelag sveitarinnar tók á móti okkur, á bæ
þeim er Kroböl heitir. — Formaður kvenfjelagsins kynti
gestum staðinn. Fanst mjer þarna stórbrotin frásögn um
búskap allan, ræktun landsins, bithaga og skóglendi og
stærð allrar landareignarinnar. — Jeg þori ekki að fara
með tölur um land og búpening. En jeg fann á þeim töl-
um, sem nefndar voru, að hjer voru stórbændur. — í lok
frásagnarinnar, tók ræðukonan það fram, að þetta óðal
ættu bændur, og það væru bændur sem byggju hjer. —
Gestgjafar okkar höfðu verið svo hugulsamir að fá skáld-
ið, Inge Krokann, til að fræða okkur um Guðbrandsdal-
inn. — Það var vel til fundið. — Það hafa víst ekki verið
margir af þessum 500 gestum, sem þarna nutu gestrisni
dalbúanna, sem vissu að í tíð Ólafs konungs Haraldssonar
hjetu Guðbrandsdalirnir, Dalirnir, — en fengu nafn sitt
af Guðbrandi gamla á Hundþorp, sem Ólafur konungur
vildi kristna og braut goðið fyrir. — Má sjá um þetta í
sögu Ólafs konungs Haraldssonar. — Þegar jeg kvaddi
þessar þróttmiklu konur, sagði jeg formanni kvenfjélags-
ins, að jeg væri frá íslandi. — Bað hún mig þá að skila
kveðju til íslands og íslendinga.
29. júlí talaði Halldóra Bjarnadóttir um íslensku ull-
ina. — Sýndi hún lagða af ull, mórauðri, svartri, hvítri og
grárri, eins og hún er óofanaftekin, ofanaftekin og hærð
og lopann eins við fáum hann frá verksmiðjunum. Einn-