Hlín - 01.01.1951, Page 124
Í22
Hlirí
fúsdóttur, á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og Sigríði Jó-
hannesdóttur í Ási í Kelduhverfi. Báðar ágætlega ritfær-
ar og þar að auki ræðukonur góðar. — Margrjet skáldkona
hefur, eftir að hún átti á bak að sjá manni og börnum,
stundað barnakenslu í Fljótsdalnum og unnið þar guðs-
þakka verk. — Margrjet hefur sent „Hlín“ kvæði og vers
auk ágætra greina. Hún hefur skrifað undir nafninu
„Austfirsk kona“. Þökk sje henni fyrir það alt.
Sigríður hefur búið í Ási með fimm börnum sínum eft-
ir fráfall manns síns, sem hún misti frá börnunum ung-
um. Hún hefur barist góðri baráttu, bygt og ræktað og
komið börnum sínum öllum til góðs þroska. Undir merk-
inu S. J. hefur hún skrifað margar ágætar athugaverðar
greinar í „Hlín“. Jeg hef stunduð kallað Sigríði aðstoðar-
ritstjóra „Hlínar“.
Þá er vert að minnast tveggja merkiskvenna, sem hvor
um sig hefur gengt formannsstarfi sambanda um langt
árabil með sóma og skörungsskap. Þær Herdís Jakobsdótt-
ir, sem var formaður Sambands sunnlenskra kvenna í 20
ár og Ingveldur Sigmundsdóttir, sem var formaður Breið-
firska sambandsins í 17 ár. Báðar hafa þessar konur stund-
að kenslustörf um lengri og skemri tíma. — Herdís er
Þingeyingur að ætt, en Ingveldur Breiðfirðingur.
Ollum þessum vinkonum mínum óska jeg alls góðs
og þakka ágæt kynni.
Halldóra Bjarnadótlir.
Merk kona í Finnlandi skrifar veturinn 1950:
Nú nálgast jólin og því skrifa jeg þjer nú og óska þjer allrar
blessunar, hvíldar og friðar. — Og jeg óska að nýja árið mætti
verða friðarár fyrir allan heim, og þá um leið fyrir hverja ein-
staka mannssál, með nýrri náð hvern dag. — Guð miskunni sig
yfir okkur og lönd okkar!