Hlín - 01.01.1951, Síða 139

Hlín - 01.01.1951, Síða 139
Hlin í 37 Dálítil ferðasaga. Veturinn 1949 hafði jeg ákveðið að heimsækja dóttur mína, sem býr norður í Miðfirði í Húnavatnssýslu. Til þess að það mætti takast, þurfti jeg að fara með skipi til Reykjavíkur, og þaðan landveg norður. Með tveggja vikna dvöl í höfuðstaðnum, eða þar um bil, hefði öll ferðin átt að taka rúmar 3 vikur. En þetta fór nokkuð á annan veg, eins og nú skal greint. Þann 24. janúar lagði jeg af stað að heiman út á Breiðdals- vík í veg fyrir „Esju“, sem átti að koma hjer daginn eftir. Um nóttina gekk í stórrigningu með suðaustan stormi og stór- brimi, svo að sjór var ófær. „Esja“ fór því fram hjá Breiðdals- vík. Sneri jeg því heim aftur, eftir nokkurra daga dvöl á Breið- dalsvík, því skipsferð var ekki væntanleg aftur fyr en um miðj- an febrúar. — 16. febrúar lagði jeg svo af stað í annað sinn í besta veðri, en þá var „Esja“ á eftir áætlun, kom ekki að norð- an fyr en þ. 19. — Þann dag fór veður versnandi, enda ljet „Esja“ sig ekki muna um að fara hjer fram hjá í annað sinn, þó veður væri sæmilegt og sjólaust á þeim tíma ,sem hún hefði verið hjer. Bljes nú ekki byrlega fyrir mjer með ferðalagið, en vildi þó ekki hætta við, beið því á Breiðdalsvík þar til „Esja“ kom að sunnan, rúmri viku seinna. Fór þá með henni til Fáskrúðsfjarð- ar í þeirri von að jeg fengi skipsferð þaðan suður. Sú von brást heldur eigi, því daginn eftir kom Vatnajökull þar á leið til Vestmannaeyja. Þóttist jeg nú himinn höndum tekið hafa, því auðvelt mundi verða að komast frá Eyjum til Rvíkur. Fjekk jeg svo far með „Vatnajökli", og var komin til Vestmannaeyja 28. febrúar. Jeg hafði aldrei fyr stigið fæti á land í Vestmannaeyjum og öllum ókunnug þar, hugðist því að leita uppi gistihús og vera þar meðan jeg biði eftir fari til Rvíkur. En þá komst jeg að þeirri sorglegu niðurstöðu, að í þeim stóra stað var ekkert gistihús starfrækt í þann tíð. Að vísu gat jeg fengið herbergi til að sofa í á svokölluðu hóteli, en ekkert að borða, og þótti mjer það harla ljeleg gisting. En hamingjan var samt ekki alveg búin að snúa við mjer bakinu, því jeg var svo heppin að komast til þeirra ágætu hjóna, Friðjóns Stefánssonar, kaupfjelagsstjóra, og konu hans, Maríu Þorsteinsdóttur, og þau skutu yfir mig skjóls- húsi, þann tíma er jeg dvaldi í Eyjum, sem reyndar urðu 6 sól- arhringar, því tíðin var svo óstöðug, að ekki var hægt að fljúga á milli fyr, og engin skip voru heldur á ferðinni. Þann 5. marz komst jeg svo heilu og höldnu til Reykjavíkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.