Hlín - 01.01.1951, Síða 156
154
Hlin
með sjer góðan, hlýjan trefil til þessara hluta. Það er ekki æfin-
lega notalegt að hátta ofaní rúm á gististöðum, af því hlýtst oft
kvef og annar lasleiki, þá er gott að grípa til ullartrefilsins. —
„Það eru ekki allar sóttir Guði að kenna,“ eins og þar stendur.
Með einföldum ráðum og ódýrum má oft komast hjá ýmsum
kvillum. Það er mikið gefandi fyrir góða heilsu. — Þau eru
mörg góð þessi gömlu húsráð, einföld og handhæg, eins og t. d.
fjallagrasaseyðið, sem reynist, og hefur æfinlega reynst, prýði-
lega, bæði við kvefi og kveisu. — Reynið að eiga jafnan grasa-
hnefa á heimilinu.
Sigríður Ilanncsdóttir, Hólum í Austur-FIjótum, skrifar:
Jeg ætla ekki að rekja æfi mína, en margt hefur mætt á lífs-
leiðinni, og það er orðið nokkuð hátt í reynslubikar mínum, en
oft hefur líka gleðisól náð að skína.
Jeg fluttist að Hólum 1920. Bærinn var orðinn gamall, og
eftir 30 ára veru þar hlaut jeg að fara eða byggja. Að fara gat
jeg ekki hugsað til. Vorið 1948 fór jeg að hugsa til að reyna að
byggjaj þó jeg væri farin að heilsu og engin efni. Þá um haustið
fjekk jeg bæði sement og glugga og hurðir, en þá kom þessi
óttalega ótíð fyrir göngur, og hjelst alt haustið fram að nýári,
og svo kom þessi afar erfiði vetur 1949. Þeim erfiðleikum verður
ekki lýst með fáum orðum. — Um vorið fanst mjer jeg vera að
missa kjarkinn ,en þó fór svo, að haustið 1949 var tekið til starfa.
— Þá var það, að margur góður maður rjetti mjer hjálpar-
hönd, margvíslega, og nú er húsið komið vel á veg, þó margt
sje nú eftir enn og jeg skuldi mikið, þá þykir mjer vænt um
hvað búið er að koma áfram. — Af hjarta þakka jeg öllum, sem
hafa veitt mjer hjálp og aðstoð með gjöfum og á annan hátt. —
Sjerstaklega vil jeg minnast Önnu Halldórsdóttur, Skeiðsfossi,
og Jóns Gunnlaugssonar, Móafelli. Þeirra hjálp er ógleymanleg.
Sveitakona í N.-Þingeyjarsýslu skrifar á útmánuðum 1951:
Rjett í því að jeg er að pára miðann fæ jeg brjefið þitt. „Hall-
dóra mín var að biðja mig að senda sjer skemtilegan póst í
„Hlín“ núna, það árar til þess,“ sagði jeg við bóndann. — „Já,
kemur það því nokkuð við, þó það sje jarðlaust,“ varð honum
að orði. — Nei, auðvitað verðum við altaf að geta sagt með
skáldinu: „Við eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir
frost og kyngir snjó.“ — Og við getum sagt það, Guði sje lof! —
Úr því í litlu, lágu baðstofunum „logaði langra kvölda jólaeld-
ur“, því skyldi það þá ekki nú í góðum húsum, góð Ijós og svo