Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar
Við nám á Kaupmannaskólanum í Khöfn 1917, síðan blaðamaður um
nokkurt skeið, hefur búið í Þórshöfn síðan 1932.
Rit: Arktiske elegier og andre digte (1921), Höbjergning ved Havet
(kvæði, 1924), Sange mod Várdybet (kvæði, 1927), Stjernerne vágner
(kvæði, 1930), Blæsende Gry (skáldsaga, 1934), Den dunkle Sol (kvæði,
1936), Noatun (skáldsaga, 1938, ísl. þýð. Nóatún 1947), Den sorte gryde
(skáldsaga, 1949), De fortabte spillemænd (skáldsaga, 1950, ísl. þýð. Slag-
ur vindhörpunnar 1956), Moder Syvstjerne (skáldsaga, 1952, ísl. þýð.
Móðir Sjöstjarna 1975), Digte i udvalg (1955), Det fortryllede lys (smá-
sögur, 1957, ísl. þýð. í töfrabirtu 1959), Det dyrebare liv (útg. 1958),
Gamaliels besættelse (smásögur, 1960), Hymne og harmsang (kvæði,
1961), Det gode háb (skáldsaga, 1964, ísl. þýð. Vonin blíð, 1970), Kur
mod onde ánder (smásögur, 1976), Don Juan fra Tranhuset (smásögur,
1970), Panorama med regnbue (kvæði, 1972), Fortællinger fra Thorshavn
(smásögur, 1973). [Eftir að viðtalið var tekið kom út Tárnet ved verdens
ende (skáldsaga, 1976, ísl. þýð. 1977, Turninn á heimsenda).]
Félagi í Dönsku akademíunni 1961.
Hlaut verðlaun Dansk-færeyska menningarsjóðsins 1962, Holberg-verð-
launin 1958, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1965, Aarestrupverð-
launin 1968.
Heimilisfang: 3800 Tórshavn, Færeyjum.
— Já, þetta er sem sagt það sem kallað er þurrar staðreyndir, en sjálft
upphaf mitt og umhverfi er samt umvafið einhvers konar ævintýraljóma.
Hér mættust tveir gerólíkir heimar á skringilegan hátt, eða laust saman
réttara sagt. Annars vegar var um að ræða næstum miðaldalegan eða forn-
norrænan færeyskan heim — og hins vegar Kaupmannahöfn nútímans.
Það er að segja tiltölulegs nútíma, tímans í lok 19du aldar og upphafi
þeirrar 20stu.
Þessi árekstur tveggja tímabila, tveggja menningarskeiða mætti næstum
segja, kemur víða fram í fáránlegum myndum, en hann er megineinkenni
þess umhverfis sem við erum sprottin úr. Og þegar ég segi við hef ég
systkini mín og systkinabörn líka í huga og ekki síst Jörgen-Frantz Jacob-
sen sem er svo dæmigerður fulltrúi þessa.
— Já, ég er sem sagt fæddur og uppalinn hér í Þórshöfn og hef líka
oft sagt frá þessum fæðingarbæ mínum í mörgum bóka minna. Og frá
bernsku minni og æsku.
234