Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Síða 16
Tímarit Máls og menningar stein-sónötu Beethovens, sem líka er kölluð Aurora, með sín voldugu hug- hrif morguns og sólarupprisu. Hann samdi líka mjög ungur talsvert af svokölluðum Ijóðrænum draum- leikjum sem var skipt í þætti í líkingu við sónötur og sinfóníur og höfðu oft jafnframt scherzo-ívaf með óstýrilátu og ærslafengnu skopi. — Hann sagði reyndar einu sinni að þegar hann yrði auðugur skyldi hann koma sér upp eigin kammerhljómsveit. Hún ætti að sitja í vinnuherberginu hans og leika meðan hann skrifaði. Hann bjóst ekki við að þetta mundi trufla hann við verk sitt, heldur gefa honum innblástur. Já, við vorum jafnaldrar og bernskuvinir. Reyndar alltaf óaðskiljan- legir þangað til hann dó 1938 — og ef við vorum ekki saman skrifuðumst við á. Ég geymi meir en 1500 síður frá hendi Jörgen-Frantz. — Þér tókuð saman og gáfuð út „Det dyrebare liv“? — Já, Ole Wivel hvatti mig til að taka saman þetta úrval úr bréfum Jörgen-Frantz Jacobsen til mín. Mér þykir vænt um að hafa fengið tæki- færi til þess, og satt að segja þykir mér þessi bók best heppnuð af öllum þeim bókum sem ég hef sent frá mér. Safnið hefði getað orðið margfalt stærra, en ég held að ég hafi fengið allt með sem máli skiptir. Seinna hefur mér þó komið í hug að ég hefði kannske átt að taka með ýmis önnur atriði sem voru sérstæð í fari hans. Til dæmis það að Færeyjakort fylgdi honum alltaf hvar sem hann var staddur. Það var hluti af föstum farangri á ferðum hans og það hékk á vegg í öllum vinnuherbergjum hans og sjúkrastofum. Hann varð beinlínis að hafa það fyrir augum þó að hann kynni það vafalaust utan að. Þessu korti var líka tengdur leikur sem hann hafði fundið upp og sem við Stig tókum þátt í. Það var eins konar blindingsleikur. „Blindinginn'- fékk prik í hönd og var vísað á stað á kortinu, yfirleitt úti á hafi eða við ströndina. Staðnum var svo lýst af „sjáandi“ þátttakendum leiksins og síð- an átti blindinginn að sigla mótorbát í næstu örugga höfn en sjáendurnir gáfu stöðugt landfræðilegar upplýsingar eftir hreyfingum priksins og svör- uðu margvíslegum spurningum hans. Jörgen-Frantz sagði mér reyndar einu sinni að oft þegar hann gæti ekki sofnað ímyndaði hann sér að hann væri um borð í mótorbát á færeyskum miðum og sigldi eftir ýmsum kennileitum í landi þangað til honum tækist loksins að koma fleytunni til Þórshafnar eða annars lendingarstaðar og leggja henni við akkeri. Síðan færi hann í koju og léti þreytuna líða úr 238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.