Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 24
Tímarit Máls og menningar
Fram til ársins 1000 voru Færeyjar taldar sjálfstætt ríki og höfðu sjálf-
stætt þing — þ. e. eigin ríkisstjórn. Þegar þetta litla eyríki var neytt til
þess að gerast norskt skattland um árið 1000 varð engin veruleg breyting
á þjóðlífi hið innra. Og heldur ekki síðar hefur orðið nein raunveruleg
breyting. Færeyska þjóðin hefur aldrei talið sig norðmenn eða dani en
hefur haldið áfram að vera færeyingar þrátt fyrir allar pólitískar tilfær-
ingar að utan. Norsk, dönsk og íslensk áhrif hafa auðvitað verið talsvert
mikil — á fyrri tíð norsk og íslensk, síðar einkum dönsk — og í menn-
ingarefnum hafa þessi áhrif reynst mjög gagnleg, reyndar lífsnauðsynleg
hinni fámennu og fátæku færeysku þjóð. Og út af fyrir sig er ekki yfir
neinu að kvarta. Síður en svo. Færeyjar hefðu vel getað hlotið sömu örlög
og Hjaltland sem hefur horfið út úr hinum forna norræna menningar-
heimi, mnga þess og forn norræn þjóðmenning hefur þurrkast gersamlega
út. Þetta var afleiðing þess þegar Kristján fyrsti veðsetti skotum Hjalt-
land og Orkneyjar á 15du öld. Þessi tvö fornu eyríki eru nú lítils virt og
andlitslaus bresk landsvæði, en færeyingar hafa varðveitt eigið mál og
forna menningu — og á 20stu öld hefur þeim tekist að nýta þetta mál
og þennan forna menningararf til sköpunar nýrrar, nútímalegrar, þjóð-
legrar menningar.
Sjálfsagt er að láta þess getið að þessi gleðilega framvinda verður ekki
rakin til vinsamlegs skilnings og velvildar af norskri og danskri hálfu
heldur þvert á móti — til drambláts afskiptaleysis og sjálfsdýrkunar. I
skjóli þessa afskiptaleysis fengu færeyingar að mestu að vera sjálfum sér
nægir, og það voru þeir líka, bæði í málfars- og menningarefnum, en
reyndar þannig að þeir hagnýttu sér um leið á frjóan hátt norsk, dönsk
og íslensk menningaráhrif.
I stuttu máli: Færeyjar voru sjálfstætt ríki þangað til árið 1000, síðan
næstu 400 árin undir norskri stjórn, þá 400 ár undir dansk-norskri
stjórn og loks um 150 ár hluti af Danmörku. Síðan 1948 höfum við svo
búið við svonefnd heimastjórnarlög og verið „sjálfstjórnarsamfélag innan
danska ríkisins“. Samkvæmt þessum heimastjórnarlögum er okkur raunar
frjálst, hvenær sem við sjálf óskum þess, að öðlast fullt sjálfstæði — sem
að vísu virðist auðveldara en það er í raun og veru. Annars vegar hefði
það talsverða erfiðleika í för með sér, hins vegar eru færeyingar innst
inni mjög íhaldssöm þjóð þrátt fyrir allar efnahagslegar og pólitískar fram-
farir og þeir stjórnmálaflokkar, sem óska eftir áframhaldandi tengslum
við Danmörku, hafa enn meirihluta kjósenda að baki sér. Auk þess er
246