Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 30
Tímarit Máls og menningar bókmenntasögu í ljósi danskra ættartengsla hans í móðurætt, en einnig með þá staðreynd í huga að danskur bókamarkaður var (og er) stærri en sá færeyski og þess vegna vænlegri grundvöllur undir sjálfstæðu framfæri af ritstörfum. Það er fyrst nú á síðustu árum — um sama Ieyti og Heinesen varð 75 ára — að tekið er að þýða bækur hans og gefa þær út af færeysku forlagi með tilliti til færeyskra lesenda. Þetta mun þó fremur vera hugsað sem síðbúinn virðingarvottur við höfund sem hefur verið mikils metinn í Dan- mörku árum saman heldur en í því felist viðurkenning þess að Heinesen er jafnframt færeyskur höfundur sem lýsir færeyskum veruleika enda þótt hann skrifi ekki á færeyska tungu. William Heinesen hefur búið í Færeyjum allt sitt líf og er því mótaður af hinum öru félagslegu og efnahagslegu breytingum færeysks samfélags á þessari öld. Þjóðfélagsstaða hans er sú að hann er sprottinn upp úr sjálf- stæðri verslunarstétt sem var að vinna fótfestu sem ríkjandi stétt á þeim árum sem hann óx úr grasi. Hann hélt áfram verslunarrekstri föður síns en gaf jafnhliða út fyrstu sósíalrealísku skáldsögur sínar, Blcesende gry (1934) og Noatun (1937). Tengsl hans við borgarastéttina geta skýrt tvo mikilvæga þætti í færeyskum veruleikalýsingum hans. Hann þekkir þá borgarastétt og þann borgaralega hugsunarhátt sem hann hefur sífellt að skotspæni (t. d. Den sorte gryde, 1949), og samband hans við færeyska verkalýðsstétt er takmarkað, eins og sést á þeirri staðreynd að hann sækir efni sagna sinna aftur í tímann, áður en raunveruleg daglaunastétt tók að myndast í Færeyjum, en það var í byrjun sjötta áratugarins. Langflest af verkum Heinesens — jafnt skáldsögur sem smásögur — lýsa færeysku fólki og færeyskum aðstæðum. I fyrstu þremur skáldsögum hans, sem fyrr eru nefndar, tekur hann sér fyrir hendur að sýna hvernig breyting þjóðfélagsgerðarinnar frá landbúnaðarsamfélagi, sem er hálfgert lénsveldi, til kapítalísks iðnaðarsamfélags hafi áhrif á hugmyndaheim og tilfinningalíf manna. Jafnframt gefur hann varfærnislega í skyn hverjir eiginleikar og hvaða mannleg samskipti bendi út yfir hið kapítalíska sam- félag.1 Frá og með skáldsögunni Glataðir snillingar (1950) leitar Heine- sen aftur til tímabilsins áður en iðnvæðingin komst á fullt skrið í Fær- eyjum, oftast til tímabilsins kringum aldamótin. Þessi breyting á vett- vangi sagnanna er að sjálfsögðu mikilsverð að því er tekur til þess sem 1 Sjá Henrik Ljungberg: Eros og samfund i William Heinesens romaner. FS-For- lagid, 1976. 252
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.