Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Side 35
William Heinesen: Sögur og sagnfrceði
unin er aðeins hluti af sameiginlegu markmiði hennar: að sýna að veru-
leikinn er breytanlegur, að vonin er rétdætanleg.
Vettvangur atburðanna er í Færeyjum um miðja 17du öld. Vitneskja
um aðstæður í Færeyjum á þessum tíma er tiltölulega góð vegna Færeyja-
lýsingar prestsins Lucas Debes. Lucas Debes var presmr í Þórshöfn um
1670. Hann er einhvers konar fyrirmynd aðalpersónu sögunnar rétt eins
og Færeyjalýsing hans og annað heimildaefni er nýtt til að draga upp um-
gerð skáldsögunnar, pólitískan og þjóðfélagslegan heim hennar. Þar með
er ekki sagt að Heinesen hafi leitast við að skrifa vísindalegt sagnfræðirit.
Bókin er mjög óbundin af sögulegum staðreyndum, ákveðin ártöl og manna-
nöfn eru sannleikanum samkvæm, önnur ekki. En í sögunni er leitast við
að sýna grundvallaröflin sem störfuðu að baki þjóðfélagi þessa tíma, þ. e.
a. s. hún lýsir helstu efnahags- og hugmyndaandstæðum sem tókust á á
tímabilinu, og þar af leiðandi lýsir hún einnig í hvaða átt þróunin stefnir.
Efst í tignarröð þjóðfélagsins trónuðu fulltrúar lénsherrans á eyjunum,
þ. e. a. s. fógetinn með tilheyrandi embættisliði auk semliðsstjórans sem
var foringi hersins. Bændur og prestar voru lægra settir og höfðu sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta þar sem þeir síðarnefndu höfðu ekki síður
lífsframfæri af býlum sínum, sem oft voru stór, en af prestsstörfum. Megin-
andstæður þjóðfélagsins voru milli þessarar þjóðfélagsstéttar, sem annað-
hvort hafði jörð í festu eða eigu, og hinna eignalausu sem sumir voru
matvinnungar á bæjunum, aðrir eins konar tötraöreigar við sjávarsíðuna
og lifðu á bónbjörgum eða fiskveiðum. A hinn bóginn voru andstæður
milli þessarar eignastéttar og embættismannanna sem ráku einokunarversl-
un lénsherrans og höfðu þannig mikil áhrif á efnahag bænda með ákvörð-
un vöruverðs og verslunarhömlum. I skáldsögunni eru þessar andstæður
dregnar og sýnt hvernig herðing þeirra felur í sér möguleika til þjóðfélags-
breytingar, fátækum og kúguðum til hagsbóta.
Skáldsagan er sett saman af bréfum og dagbókarþáttum prestsins Peder
Börresen. Hann gengur gegn sínum eigin hagsmunum með því að taka
afstöðu með tötralýð Þórshafnar á móti hinum spilltu embættismönnum.
I þeirri baráttu er smðningur bændanna ekki auðfenginn. Þeir hafa að
sjálfsögðu áhuga á að rétta landsstjórnina við og þá dreymir um að versl-
unareinokunin verði einhvern tíma rofin, en fátæklingunum vilja þeir alls
ekki hjálpa þar sem þeir geti sjálfum sér um kennt eymd sína og volæði.
Peder Börresen tekur þetta upphaflega mjög nærri sér í Ijósi síns kristi-
lega lífsskilnings, en síðar lærist honum að færa sér kænlega í nyt hags-
17 tmsi
257