Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1977, Page 77
Shakespeare á meðal vor tímar. Faðir Hamlets, konungur Dana, hefur sigrað og drepið Noregskonung í ránshernaði. Þegar sonur hins síðar nefnda, Fortinbras, er að búast til hernaðar að nýju, er Danakonungur einnig drepinn, og er bróðir hans þar að verki. Bræður konunganna sem drepnir voru hafa sjálfir tekið við völd- um, og semja frið með sér. Norskar hersveitir eru á leið til ránshernaðar á hendur Pólverjum, og hafa fengið heimild til að fara um danskt land. I sama mund mætir Hamlet ungi vofu kappans föður síns, sem krefur hann hefnda fyrir þann glæp sem gegn honum var framinn. Hamlet hikar um sinn; hann er í vafa, hvort hann eigi að bæta hryðjuverki á hryðjuverk ofan; hann er jafnvel reiðubúinn að hverfa í útlegð; en þá hittir hann fyrir á ströndinni Fortinbras unga og lið hans á leið til Póllands. Hann fer að dæmi hans, snýr við, og efnir til hroðalegs blóðbaðs, drepur föðurbróður sinn, móður sína og sjálfan sig, en lætur Danmörku Norðmönnum eftir. Atvikin sýna, hvernig þessi ungi maður, sem nokkuð er stórhuga, misnotar þá nýju þekkingu, sem hann hefur aflað sér á háskólanum í Vittinbergi. Þessi þekk- ing lætur til sín taka, þegar að því kemur að leysa úr meinbugum lénsríkis- ins. Vit hans missir fótfestu andspænis óraunhæfum staðreyndum. Hann verður að ömurlegri bráð þeirrar mótsagnar, sem verður milli hugsunar hans og framkvæmdar. Brecht var að skrifa Smámuni sína á árum síðari heimsstyrjaldar. Engin furða þótt hann sæi í harmleikjum Shakespeares öðru fremur herjuð lönd, árásarstyrjaldir, vanmátt skynseminnar. Einka-raunir Hamlets, eða ógæfa Ofelíu, skipti litlu máli hjá viðburðum sögunnar. Brecht var næmur fyrir gangi stjórnmála í Hamlet. Honum fannst meira til um þá baráttu, sem sagan sífellt endurtók, en sálardjúp ríkisarfans í Danmörku. Nýjungarnar í Hamlet-sýmngum Pólverja 1956 og 1959 voru af líkum toga, þótt þeim kynni að bregða frá skilningi Brechts. Hamlet var stjórnmálaleikrit 1956, og hann var það enn 1959, enda þótt Danaprins væri þá orðinn torræðari persóna sem fengið hafði margt að reyna. Lítum á leikgerðina og skoðum hlutverkin þar, með það í huga, að þau verði skipuð nútíma-fólki. Hamlet, sem leikgerð, er saga af þrem ung- um piltum og einni telpu. Piltarnir eru jafnaldra. Þeir heita Hamlet, La- ertes og Fortinbras. Stúlkan er yngri, og hún heitir Ófelía. Þau eru öll flækt í blóðug stjórnmála-átök og ættar-harmleik. Af því leiðir, að þrjú þeirra hljóta að deyja; sá fjórði mun verða, meira eða minna af tilviljun, konungur Danmerkur. Eg sagði af ásetm ráði, að þau væru flækt í átök. Því ekkert þeirra hefur kosið hlutverk sitt; það er á þau lagt, því það er fólgið í leikgerð- inni. Og leikgerðin skal á enda flutt, hver svo sem þau eru, Hamlet, Ófelía, 299
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.